Konan var klædd í svartar Nike-buxur, svarta peysu, svarta 66°N úlpu og með svartan Nike-bakpoka. Hún er ljóshærð með næstum aflitað hvítt millisítt hár, um 170-174 sentímetrar á hæð og frekar grannvaxin.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.
Uppfært: 17:30 – Konan hefur fundist heil og húfi og þakkar lögregla veitta aðstoð