fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Réttað yfir manni á föstudag – Tæplega 400 barnaníðsmyndir í tölvu hans og síma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 19:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi föstudag verður réttað yfir manni í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem ákærður hefur verið fyrir vörslu á barnaníðsefni.

Fréttablaðið greindi fyrst frá en DV er einnig með ákæru í málinu undir höndum. Þar segir að maðurinn hafi  „ítrekaðskoðað myndir og myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni.“ Segir að 99 slíkar ljósmyndir hafi fundist í eyddum skrám og ummerki um vefskoðun á slíku myndefni.

Ennfremur segir að á síma mannsins hafi fundist 286 myndir af þessu tagi í flýtiminni. Lögregla haldlagði tölvu og síma mannsins við handtöku hans.

Málið er talið varða aðra málsgrein 210. greinar a almennra hegningarlaga en þar segir að hver sá „sem skoðar myndefni á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sex árum.

Í ákærunni er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Auk þess verði gerð krafa um að myndefnið verði gert upptækt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“