fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Greta Baldursdóttir látin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 14:53

Greta Baldursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýársdag lést Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari en greint er frá þessu á vef Hæstaréttar. Greta var dómari við réttinn frá 1. september 2011 til 31. ágúst 2020 þegar hún lét af embætti og var fjórða konan sem skipuð var dómari við Hæstarétt.

Hún útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1975 og fékk embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1980. Hún var settur borgarfógeti frá 1988 til 1992 og deildarstjóri við embætti sýslumannsins í Reykjavík árin 1992 og 1993.

Síðan varð Greta dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1993 og 1994, skrifstofustjóri þar frá 1994 til 1999 og héraðsdómari þar frá 1999 til 2011. Áður en hún varð hæstaréttardómari.

Greta sat einnig í áfrýjunarnefnd um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 2011 til 2014, var formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1998 til 2006. Og sat síðan í stjórn Dómarafélags Íslands 2005 til 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT