fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Auður skýtur fast á Gunnar Smára og rifjar upp gamalt atvik – „Ég neitaði að taka þátt í þessu, mér fannst það ljótt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. janúar 2023 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Jónsdóttir rithöfundur segir að Gunnar Smári Egilsson, einn forsprakka Sósíalistaflokksins og núverandi ritstjóri Samstöðvarinnar, hafi í einu sinni í ritstjóratíð sinni skipað blaðamönnum sínum að fjalla með hæðnisfullum og niðurlægjandi hætti um götutísku ungmenna. Í umfjölluninni birtist mynd af táningi sem var fórnarlamb eineltis og hafði forráðamaður hans samband við fjölmiðilinn. Auður segir Gunnar Smára þá hafa haft lítinn áhuga á samtali, rétt eins og hann virðist saka velættaða rithöfunda um núna.

Auður lýsir atvikinu svo í pistli á Facebook:

„Ung vann ég hjá Gunnari Smára þegar hann vildi gera grein um götutískuna og senda tískulöggur út að mæla vegfarendur á förnum vegi og koma með lofandi eða háðuleg ummæli um fatnað þeirra. Ég neitaði að taka þátt í þessu, mér fannst það ljótt, og ég uppskar einhverja hæðni. Nokkrum dögum seinna var hringt út af einum unglingssstrák á myndinni sem var þolandi eineltis og hafði verið talað háðulega um í blaðinu. Gunnar Smári nennti ekki að taka símtalið og ég talaði við foreldrið, eða hvort það var hringt úr skólanum, til að blaðið axlaði ábyrgð, þó ég hefði ekki skrifað greinina.

Þá var ekki verið að taka samtalið, bara hlaupið í vörn, eins og hann segir að ég geri nú.“

Sagði fólk eiga erfitt með að viðurkenna forréttindi sín

Umræða um „kúlturbörn“ og „menningarauðmagn“  var afar lífleg á milli jóla og nýárs og langt er síðan fréttir úr bókmenntaheiminum hafa vakið jafnmikinn áhuga lesenda og þær fréttir sem miðlað hefur verið úr þessari umræðu undanfarið.

Rithöfundurinn Berglind Ósk hóf umræðuna með gagnrýni á efnisval í bókablaði Stundarinnar sem henni virtist litað af ættar- og kunningjatengslum. Nefndi hún til sögunnar að ritstjóri blaðsins væri Auður Jónsdóttir, barnabarn Halldórs Laxness, og áberandi skríbent í blaðinu væri rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir, dóttir Einars Kárasonar, sem þar að auki fjallaði um verk föður síns í blaðinu. Hún  nefndi einnig fleiri dæmi sem henni þóttu endurspegla að kunningsskapur og ættartengsl litaði efnisval blaðsins.

„Það var einhvern veginn ekki einu sinni verið að reyna að fela þetta. Í fyrsta lagi er mjög skrýtið að rithöfundur ritstýri bókablaðinu (hagsmunaárekstur, einhver?) en svo sem mjög íslenskt,“ sagði Berglind í pistli sínum.

Auður skrifaði í viðbragði við þessu langan pistil sem vakti mikla athygli. Þar kom meðal annars fram að hún væri þreytt á því að vera stöðugt minnt á hver afi hennar væri og að leið hennar á rithöfundabrautinni hefði verið þyrnum stráð:

Sjá einnig: Auður komin með nóg – „Jaðrar við að vera ærumeiðingar“

Umræðan hefur síðan verið blómleg og farið í ýmsar áttir. Gunnar Smári sagði í sínum pistli að forréttindafólk ætti erfitt með að viðurkenna forréttindi sín. Hann segir meðal annars:

„Hin almenna umræða er að mörgu leyti eins og borð vinsælu krakkana í skólanum, þar sem þau hanga inni sem eru sammála öllu og segja aldrei neitt sem ögrar samheldni þeirra sem telja sig fljóta ofan á.

 Og þannig eru flestar klíkur samfélagsins. Þær verja sig fyrir utanaðkomandi. Sumt fólk er innvígt og innmúrað á meðan aðrir njóta minni réttinda, færri tækifæra og hafa veikari rödd ef nokkra. Það er botnlaus blinda á mannfélagið að hafna því að svona virki það. Og sú blinda styður óbreytt ástand og virkar því gegn auknu jafnrétti, jöfnuði og réttlæti. Og þurrkar upp samtalið við borð vinsælu krakkanna, gerir það svo innihaldslaust og leiðinlegt að það þarf áunna forheimskun til að þola þar við.

 Umræðan um kúltúrbörn og menningarkapítal ætti auðvitað að leiða til þess að við stefndum á opnara samfélag með meiri þátttöku fleiri. En því miður hefur margt forréttindafólkið hrokkið í vörn og vandlætingu.“

Sökuð um að beita menningarlegu ofbeldi

Ljóst er að Auði misbýður hvernig umræðan þróast og hún segist vera orðin andlit menningarauðmagns í fjölmiðlum. Ennfremur séu heilindi hennar í blaðamennnsku dregin í efa. Það sé alveg sama hvað hún segi, ávallt séu einhverjir sem leggi það út á versta veg:

„…mér finnst að það sé verið að draga heilindi mín í blaðamennsku í efa, því mér finnst það alvarleg ásökun, og þegar það er sett fram þannig að narratívan hljómi þannig að ég sé ekkert nema arfleifðarauðmagn mitt (líka með fleipum í útvarpsviðtali), burt frá núverandi stéttstöðu séð; já, þegar ég er orðin eins og eina ásjóna menningarauðmagns í öllum fjölmiðlum landsins. Og ef ég segi að veruleikinn sé flóknari, að auðmagn sé í ýmsum myndum, eins og t.d. í tilfinningalegu öryggi, á ég að vera að beita menningarlegu ofbeldi. Ég held það sé alveg sama hvað ég segi, eða hvernig, þarna úti er fólk sem mun alltaf finna vinkil til að skilja það á versta hátt. Og ég mæti aftur á forsíðu eins og útrásarvíkingur. Ég bý vissulega við menningarauðmagn og hef skrifað um það, ég bjó líka við það yngri, en þetta eru líka tvær veraldir … og að greina líf sitt er kannski ekki eitthvað sem maður gerir í einni stöðufærslu. Og nú sem fyrr fæ ég bara ekki séð að höfundurinn sem bloggaði fyrst eigi í nokkrum vandræðum með aðgengi að fjölmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“