fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hreindýr á Svalbarða dafna vel – Laga sig að loftslagsbreytingunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. janúar 2023 07:30

Hreindýr á Svalbarða. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagið á norðurheimsskautasvæðinu fer hlýnandi og það veldur mörgum lífverum vandræðum. Þar á meðal eru ísbirnir sem eiga orðið í erfiðleikum með að veiða sér seli til matar vegna minna ísmagns. En hreindýr á Svalbarða virðast vera að laga sig að loftslagsbreytingunum og dafna ágætlega.

The Guardian segir að hækkandi hitastig hafi örvað vöxt gróðurs á Svalbarða og það hafi komið hreindýrum til góða. Þau hafi nú lengri tíma en áður til að byggja upp fituforða. Einnig virðast þau vera að breyta mataræði sínu yfir í neyslu á „íspinnalíku“ grasi sem stendur upp úr ís og snjó.

Hreindýrin á Svalbarða eru minni og bústnari en ættingjar þeirra annars staðar. Þau halda til á nær öllum þeim svæðum á Svalbarða sem eru íslaus.

Fréttir hafa borist af fjöldadauða hreindýra í Rússlandi af völdum hungurs og að dýrum fari fækkandi í Kanada og Alaska. Af þessum sökum hafa margir haft áhyggjur af framtíð hreindýranna á Svalbarða en þær áhyggjur virðast með öllu óþarfar því stofninn á Svalbarða virðist dafna vel.

Vísindamenn við Oulu háskólann í Finnlandi rannsökuðu mataræði hreindýranna á Svalbarða til að kanna af hverju þeim fer fjölgandi. Blóðsýni voru tekin úr þeim og út frá þeim var hægt að sjá hvað dýrin höfðu étið dagana á undan.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Global Change Biology. Í henni kemur fram að frá 1995 til 2012 hafi mataræði hreindýranna breyst og þau hafi dregið úr áti á mosa og byrjað að éta meira af „graslíkum“ plöntum. Þær eru orðnar aðgengilegri en áður vegna loftslagsbreytinganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu