fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sumarið var það hlýjasta í Evrópu í 140 ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. september 2022 10:30

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2022 var það hlýjasta í Evrópu í 140 ár eða síðan mælingar hófust árið 1880. Þetta kemur fram í tilkynningu frá evrópsku loftslagsstofnuninni Copernicus.

Hitinn lagðist einna verst á Frakkland en þar var sumarið það næst hlýjasta frá upphafi. Bretar fóru heldur ekki varhluta af hitanum og þar féllu mörg hitamet í sumar. Meðal annars fór hitinn í fyrsta sinn yfir 40 gráður. Það sama gerðist í Hamborg í Þýsklandi en 40 gráður höfðu aldrei áður mælst svo norðarlega í álfunni.

Í norðaustanverðri álfunni var sumarið einnig heitt, til dæmis það fimmta hlýjasta frá 1900 í Finnlandi.

Í heildina var hitinn í álfunni 1,34 gráðum hærri í sumar en meðaltal áranna 1991-2020. Sumarið var 0,4 gráðum hlýrra en sumarið 2021 sem var þar með velt af stalli sem hlýjasta sumrinu í álfunni.

Ágúst hafði mikil áhrif á útkomuna en mánuðurinn var hlýjasti ágúst frá upphafi mælinga eða 0,8 gráðum hlýrri en gamla metið sem var frá 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat