fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Íbúðin brann á meðan Erna Kristín fór með börnin á leikskólann í morgun – „Við misstum allt og eigum ekki einu sinni föt til skiptanna“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 5. september 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Brynjarsdóttir fór með börn sín tvö, tveggja og þriggja ára, á leikskólann í morgun. Þegar hún kom heim beið hennar lögregla og slökkvilið. 

Það hafði kviknað í íbúð fjölskyldunnar við Grænásbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ.  Á þessum stutta tíma náði eldurinn að gjöreyðileggja íbúðina.

Dóttir Ernu Kristínar er 2 ára

Erna Kristín, maður hennar og börnin tvö standa nú uppi eignlaus og eru eðli málsins samkvæmt gjörsamlega miður sín.

Ég er búin að vera hágrátandi í allan morgun. Það er allt ónýtt. Öll húsgögn, öll heimilistæki, öll okkar föt, leikföng barnanna. Við stöndum uppi eignalaus og ekki einu sinni með föt til skiptanna. Börnin eru með aukaföt á leikskólanum en það eru einu fötin þeirra. Ég er miður mín og ennþá að átta mig á að þetta hafi raunverulega komið fyrir.

Sonur Ernu Kristínar er 3 ára

Erna Kristín fékk að fara inn í íbúðina eftir að slökkvilið taldi það óhætt og segir Erna Kristín að það sé augljóslega ekki hægt að bjarga neinu. Allt er brennt eða bráðnað.  Aðeins eru örfáir dagar síðan fjölskyldan fjárfesti í nýju rúmi og nýju sjónvarp. Líkt og annað eru hvort tveggja gjörónýtt. 

Eldurinn kviknaði út frá hellu á eldavél og þakkar Erna Kristín fyrir að enginn var heima, verr hefði getað farið ef eldurinn hefði kviknað um nótt. Hún segist ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu þegar hún fór út í morgun. 

Erna Kristín segir núna mikilvægast að reyna að halda rútínu barnanna. En ég veit ekki hvernig ég á að útskýra fyrir þeim að öll fötin þeirra og öll leikföngin þeirra séru horfin. Að heimilið þeirra sé horfið.“

Erna Kristín segist vera í sjokki og varla trúa þessu enn.

Aðspurð hvort henni hafi verið boðið áfallahjálp eða annað slíkt segir Erna Kristín svo ekki vera. 

Fjölskyldan dvelur nú hjá móður hennar en mun að öllum líkindum fá aðra íbúð á næstu dögum en fjölskylduna vantar allar nauðsynjar. Fatnað, húsgögn, leikföng og heimilistæki. 

Erna Kristín og fjölskyldan vonar að fólk sjái sér fært að kíkja í geymsluna og kanna hvort ekki megi finna eitthvað til að hjálpa þeim að koma undir sér fótunum. 

Ég er þakklát fyrir allt. Við eigum ekki neitt lengur. Við fáum vonandi íbúð svo við verðum ekki á götunni en við eigum ekkert inn í hana. Við misstum allt,“ segir hún.

Það bráðliggur á fatnaði fyrir fjölskylduna. Erna Kristín segist nota xl-2xl, maður hennar notar xl, drengurinn er í 104 og telpan er í stærð 98. 

Þeir sem geta hjálpað fjölskyldunni geta haft samband við Ernu Kristínu í gegnum Facebook skilaboð eða í síma 7817792.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“