fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðrún saup hveljur og var skíthrædd í gærkvöldi – „Þetta er orðið miklu verra heldur en þetta var hér áður“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 30. september 2022 12:59

Til vinstri: Mynd af Guðrúnu: Fréttablaðið/Aðsend - Til hægri: Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Newman, íbúi í borginni Sarasota í Flórída, Bandaríkjunum, segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi aldrei upplifað neitt eins og óveðrið þar í gærkvöldi. Guðrún hefur búið á svæðinu í meira en fjóra áratugi en fellibylurinn Ian, sem gekk yfir í gær, var að hennar sögn verri en allt annað sem áður hefur komið.

„Þetta var í tólf klukkutíma sem húsið var barið út í gegn af rigningu og roki,“ segir Guðrún en hún hélt að þakið myndi fara af húsinu, þrátt fyrir að það sé frekar nýlegt. „Maður bara saup hveljur hérna, ég var alveg skíthrædd,“ segir hún.

Hvorki Guðrún né fjölskylda hennar slasaðist í storminum, þá er einnig í laig með alla Íslendina sem Guðrún þekkir á svæðinu. „Það er allt í lagi með þá, þó að það hafi kannski rifnað aðeins af þakinu hjá sumum. En það er allt í lagi með alla og allir á lífi.“

Húsin í hverfinu hennar Guðrúnar sluppu nokkuð vel miðað við aðstæður þar sem þau eru byggð eftir síðustu aldamót. Það sama er þó ekki að segja um eldri húsin á svæðinu en Guðrún segir dæmi um að heilu húsin hafi hreinlega fokið.

„Það versta var að rokið var svo mikið að það var ekkert hægt að reyna að laga neitt. Skilti og annað fauk bara um eins og pílur sem fóru inn í húsin. Fólk átti ekki von á svona miklu roki og líka í svona langan tíma.“

Guðrún segir í samtali sínu við Fréttablaðið að það hafi greinilega orðið breytingar á veðri síðan hún byrjaði að búa í Bandaríkjunum. Til að mynda hafi þrumuveður yfirleitt verið bara smá stormur og einhverjar eldingar.

„En þegar við fáum þetta núna þá eru þetta svo ofboðslega miklar eldingar. Það kom til dæmis ein hérna í garðinn hjá mér fyrir mánuði síðan og þá blossaði bara upp af henni. Þetta er orðið miklu verra heldur en þetta var hér áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi