fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
Fréttir

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. september 2022 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir að Morgunblaðið hafi opinberað sitt rétta andlit með Staksteinaskrifum undanfarið, en Staksteinar eru ritstjórnarefni sem birtist í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins alla útgáfudaga. Hann vekur athygli á því á Twitter að ítrekað hafi Mogginn hjólað í þá blaðamenn sem nú sæta rannsókn lögreglu fyrir að vinna vinnu sína með því að taka upp skrif annara, eða nýta nafnleysi Staksteinanna til að bera fram gagnrýni. 

Sýnir sitt rétta andlit

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit. Kælingarherferð gagnvart blaðamönnum eru slíkar aðstæður. Þá stilla litlir kallar sem sækja allan sinn framgang til valdakalla í pólitík og bisness, sér upp gegn stétt sinni og með valdinu. Nafnlaust að sjálfsögðu,“ skrifaði Þórður á Twitter í gær,

Hann birtir með textanum nýlega Staksteina þar sem fjallað er um lögreglurannsókn sem nú stendur yfir á meintum brotum gegn skipstjóranum Páli Steingrímssyni, en fjórir blaðamenn eru með stöðu sakborninga í málinu og hefur það verið harðlega gagnrýnt að blaðamönnum sé stillt upp með þessum hætti fyrir að hafa aðeins verið að sinna vinnu sinni. Þórður telur að skrif Moggans opinberi að þeir séu bókstaflega búnir að taka sér stöðu með Samherja í málinu.

Segja blaðamenn ekki átta sig á lagalegum grunnstoðum

Undanfarna viku hafa Staksteinar ítrekað tekið fyrir mál blaðamannanna og þar gagnrýnt framgöngu þeirra í málinu, frekar en að gagnrýna framgöngu lögreglunnar í þeirra garð. Nú síðast var málið tekið fyrir í Staksteinum dagsins. En þar er vísað til þess að Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður hafi nýlega rifjað upp að blaðamenn ákveðinna miðla í Bretlandi hafi stundað símahleranir og ólöglegt niðurhal á árum áður og hafi það orðið mikið hneyksli. Jón setur þetta svo í samhengi við það mál sem er í gangi hér á landi.

Í staksteinum segir:

„Hér hefur verið til rannsóknar stuldur á farsíma ákveðins manns meðan hann lá meðvitundarlaus, ólöglegt niðurhal og birting frétta í ákveðnum fjölmiðlum af þessu ólögmæta niðurhali, sem m.a. RÚV tengist og nokkrir aðrir miðlar.

Jón segir að ólíkt því sem gerst hafi í Bretlandi þá ríki þögnin ein um íslenska málið og að hinir grunuðu fari „ítrekað fram með þeim hætti að halda því fram, að stöðu sinnar vegna eigi þeir að vera undanþegnir ábyrgð á meintum lögbrotum“.

Hann endar skrif sín á þessum orðum: „Það er dapurlegt að verða ítrekað vitni að því að blaða- og fjölmiðlamenn átti sig ekki á þeim lagalegu grunnstoðum sem við byggjum á, m.a. að hver skuli talinn saklaus þangað til sekt er sönnuð og allir séu jafnir fyrir lögunum.

Umrætt mál er enn til rannsóknar og takmarkaðar upplýsingar verið að hafa um málavöxtu. Þegar þær liggja fyrir er ekki ólíklegt að umræða“.“

Elín Hirst fékk yfir sig holskeflu skilaboða

Þórður bendir á að strax hafi aðrir fjölmiðlar fengið að finna fyrir því sem þeir miðlar og blaðamann sem mest hafi fjallað með neikvæðum hætti um Samherja hafi fengið að finna fyrir hingað til.

„Fréttablaðið hefur nú fengið að finna fyrir því sem margir aðrir miðlar og stakir blaðamenn hafa þurft að lifa við undanfarin ár. Það hreyfði nægilega við þeim til að Elín Hirst skrifaði þennan fína leiðara,“ skrifar Þórður og vísar í leiðara Elínar Hirst sem birtist í gær um „óttastjórnun Samherja“

Elín fjallar þar meðal annars um að í þeim byggðarlögum þar sem Samherji hafi „tögl og hagldir“ sé Samherji sagður halda umræðu og skoðanaskiptum í heljargreipum.

„Enginn þorir að gagnrýna fyrirtækið því það gæti þýtt stöðu- og tekjumissi fyrir viðkomandi eða einhvern úr frændgarðinum. Fólkið er óttaslegið og kýs að þegja,“ skrifaði Elín í leiðara sínum.

Elín benti ennfremur á viðbrögð við leiðaraskrifum sínum í pistli á Facebook þar segist hún hafa upplifað ótrúlega hluti síðan leiðarinn birtist.

„Ég hef fengið ótal tölvupósta, sms og símtöl þar sem fólk er steinhissa á því að ég skuli þora að skrifa þetta um málefni þessa fyrirtækis, talar um „hugrekki“, „kjark“, „hvernig í ósköpunum þorir þú þessi“, „Ertu ekkert hrædd“ o.s.frv. Ég hef einnig fengið harða gagnrýni að norðan þar sem menn segja; þetta fyrirtæki er að gera allt fyrir okkar nærsamfélag, íþróttastarf barnanna okkar o.s.frv. þú skalt ekki tala svona um það! Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta mál væri svona þjakandi í þjóðarsálinni. Þetta hefur ekkert með hugrekki að gera, þetta er bara einfalt tjáningarfrelsi sem við erum svo heppin að hafa á Íslandi.“

Mogginn geti átt sínar „lélegu afvegaleiðar“

Þórður bætir svo við í dag og vísar á nýjustu Staksteina sem grein hefur verið gerð fyrir hér að ofan.

„Mogginn ákvað að bregðast við með því að taka upp skrif þar sem okkur er líkt við blaðamenn sem hleruðu síma m.a. hjá látnum börnum. Og segist vita að framkomnar upplýsingar séu takmarkaðar. Þar á hann við öll rannsóknargögn málsins og innihald allra skýrslutakna.“ 

Þórður minnir á að verið sé að rannsaka blaðamennina fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs. „Ekkert meira né minna. Samkvæmt lögskýringargögnum njóta blaðamenn refsileysis, annars gætu þeir ekki tekið á móti gögnum sem eru ekki upprunavottuð nema að fá á sig dóm.“

Veltir Þórður því fyrir sér hvort það sé Mogganum þóknanlegt að setja lok hreinlega á alla blaðamennsku.

„Leyfa valdinu að stýra hvernig fjallað er um það. Eiga bara samtal við Borgartúnið, Akureyri og Valhöll. 

Ég ætla hins vegar áfram að taka við gögnum sem eiga erindi við almenning og segja samfélaginu frá því sem er fréttnæmt í þeim. Mogginn sem hefur oftar endurbirt blogg Páls Vilhjálmssonar en fjallað um Samherjamálið, og getur átt sínar lélegu afvegaleiðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefndaraðgerðir halda áfram vegna hnífaárásarinnar – Reyksprengju grýtt inn á Paloma

Hefndaraðgerðir halda áfram vegna hnífaárásarinnar – Reyksprengju grýtt inn á Paloma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóraukinn vopnaburður meðal fanga

Stóraukinn vopnaburður meðal fanga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja níu mánaða stríð hafa afhjúpað stóra galla í stríðsmaskínu Pútíns

Segja níu mánaða stríð hafa afhjúpað stóra galla í stríðsmaskínu Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur hershöfðingi í stofufangelsi – Heimtaði þvottavél í mútur

Rússneskur hershöfðingi í stofufangelsi – Heimtaði þvottavél í mútur