fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir staðreyndum snúið á hvolf – „Sorglegt mál“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 27. september 2022 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, sér sig knúinn til að leiðrétta alvarlegar ásakanir í sinn garð sem tengjast afsögn forseta Ferðafélags Íslands, Önnu Dóru Sæþórsdóttur í dag. Anna Dóra birti ítarlega færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá þeim ástæðum sem leiddu til afsagnar hennar. Meðal annars sagði hún að Tómas Guðbjartsson hefði barist fyrir því að lögmaðurinn Helgi Jóhannesson fengi aftur inn í stjórnina, en Helgi sagði sig úr stjórn Ferðafélags Íslands í nóvember í kjölfar þess að ítrekaðar ásakanir um ótilhlýðilega háttsemi hans í garð kvenna og kynferðislega áreitni urðu umfjöllunarefni fjölmiðla.

Tómas segir í yfirlýsingu á Facebook að þessar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast.  Rétt væri að Helgi hefði ekki sóst eftir því að koma aftur inn í stjórn heldur hefði aðeins óskað eftir því í vor að fá að útskýra sína hlið af málinu. Tómas segir viðskilnað Önnu Dóru við stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélagsins sorglega og að hún hafi snúið staðreyndum á hvolf og umræðan þar með færð frá þeim alvarlega samskiptavanda sem litað hafi störf stjórnar undanfarið ár, en Anna Dóra tók við sem forseti í júní 2021.

Yfirlýsing Tómasar: 

„Að gefnu tilefni þarf ég að leiðrétta alvarlegar ásakanir í minn garð sem tengjast arfsögn fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands, Önnu Dóru Sæþórsdóttur.

Ég hef aldrei lagt til að fyrrum stjórnarmaður tæki aftur sæti í stjórn félagsins, eða krafist þess að hann komi aftur til starfa fyrir félagið. Hann hefur heldur ekki krafist þess og var nýr stjórnarmaður kosinn í hans stað á síðasta aðalfundi félagsins.

Sami aðili hafði hins vegar sent stjórn félagsins erindi sl. vor þar sem hann óskaði eftir að fá að útskýra sína hlið á skyndilegu brotthvarfi úr stjórn í nóvember 2021. Taldi ég stjórnarfundi rétt að erindið fengi formlega umfjöllun stjórnar, sem forseti taldi ekki ástæðu til, en mér falið að koma á óformlegum fundi sem forseti hugðist ekki sækja.

Viðskilnaður forseta við stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands er sorglegt mál, ekki síst fyrir Ferðafélag Íslands, þar sem staðreyndum er snúið á hvolf og umræðan færð frá þeim alvarlega samskiptavanda sem litað hefur starf stjórnar sl. ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“