fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sólborg hjólar í gagnrýnendurna – „Þær hafa safnað tæpum 18 milljónum til góðgerðamála seinustu ár. En þið?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. september 2022 22:00

Til vinstri má sjá konurnar á bakvið herferðina, þær Aldísi, Andreu, Elísabetu, Nönnu og listakonan Kristín Dóra, sem á setninguna sem um ræðir. Fyrir miðju er Sólborg, næst kemur Sóley og lengst til hægri er Hanna. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA“ er setningin sem stendur á nýjustu bolunum frá góðgerðarverkefninu Konur eru konum bestar. Verkefnið hefur á undanförnum árum selt boli til styrktar ýmissa góðgerðarfélaga og í ár er engin undantekning gerð á því. Ágóðinn af bolunum mun renna til samtakanna Ljónshjarta þar sem makar og börn sem hafa upplifað missi geta sótt þjónustu.

Þó hefur bolurinn í ár verið nokkuð umdeildur en það stafar einmitt af setningunni sem stendur á bolunum, að enginn viti neitt og allir séu bara að gera sitt besta. Setningin hefur verið nokkuð gagnrýnd á samfélagsmiðlinum Twitter en gagnrýnin kemur úr tveimur áttum. Annars vegar er það gagnrýnt að setningin er í karlkyni en undanfarið hefur verið nokkur umræða um að fólk eigi að leggja sig fram við að nota kynhlutlausara mál.

Hins vegar er það gagnrýnt að „enginn viti neitt“ en kynjafræðingurinn Sóley Tómasdóttir velti þeim hluta setningarinnar fyrir sér á Twitter í gær. Sóley sagðist ennþá vera að reyna að botna í „þessu bolarugli“ og að henni finnist herferðin vera vanvirðing við feminíska baráttu.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem einnig er kynjafræðingur, gagnrýnir einnig bolina. „Þetta er ekki beint sterk eða beitt herferð,“ segir hún í athugasemdunum við færslu Sóleyjar. Í færslu á sinni eigin Twitter-síðu spyr Hanna Björg svo hver meiningin sé með setningunni.

Gagnrýnin gagnrýnd

Sólborg Guðbrandsdóttir, tónlistarkona, fyrirlesari og aktívisti, er þó ekki á sömu skoðun og þau sem gagnrýna herferðina. Hún birti í dag færslu þar sem hún skýtur á gagnrýnendurna og bendir á það hve miklu verkefnið hefur skilað í góðgerðarmál á undanförnum árum.

Sólborg hefur svo verið gagnrýnd fyrir þessa gagnrýni á gagnrýnina. „Ahh já. Því árangur er bara metinn í peningum. Hvaða djók er þetta?“ spyr til dæmis Tanja Ísfjörð, stjórnarkona í Öfgum, í athugasemdunum við færslu Sólborgar. Sólborg svarar athugasemd Tönju og segist aldrei hafa sagt það. „En það er samt nánast hlægilegt hvað fólk er tilbúið að rakka þær niður fyrir að vera bókstaflega bara að safna peningum fyrir góðgerðarmál. Ekkert skaðlegt við það,“ segir Sólborg svo.

Fleiri hafa gripið í svipaða strengi og Sólborg, sagt fólki sem gagnrýnir herferðina að gera þá sjálft betur. „Væri bara flott ef allir sem eru að gagnrýna hvernig þær gera þetta noti orkuna til að starta sjálfir all inclusive stærðum, módelum og frábæru slogani sem stenst skoðun og safna milljónum fyrir góðan málstað,“ segir til dæmis kona nokkur í athugasemdunum við færslu Sóleyjar Tómasdóttur. Sóley svaraði þeirri athugasemd: „Eða helgi líf sitt baráttunni eins og sumar okkar hafa gert?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga