fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

„Af hverju var hinn aðilinn ekki rannsakaður? Ég hefði ýmislegt að segja um hans hegðun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. september 2022 17:00

Þessi mynd Ernis Eyjólfssonar tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur leitað upplýsinga hjá Strætó um mál konu sem hrökklaðist úr starfi sínu hjá samlaginu eftir ásökun um möguleg kynferðisleg skilaboð til samstarfsmanns. Kærunefnd jafnréttismála og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið töldu Strætó hafa brotið lög við starfslok konunnar og hún vann síðan skaðabótamál gegn Strætó fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu og var Strætó dæmt til að greiða hanni 2,5 milljónir króna í skaða-  og miskabætur.

Sjá nánar hér og hér

Konan var kölluð á fund með yfirmanni sínum og mannauðsstjóra þar sem hún var sökuð um að hafa sent skilaboð á stjórnanda hjá fyrirtækinu sem mögulega gætu talist kynferðisleg. Í stað þess að hefja rannsókn á atvikinu var konunni kynnt að rannsókn gæti farið í gang sem gæti leitt til þess að hún yrði áminnt. Var henni boðið að segja upp störfum til að forðast þessi óþægindi. Ofannefndar stofnanir, Kærunefnd jafnréttismála, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Héraðsdómur Reykjavíkur, hafa öll dæmt þessi vinnubrögð ólögleg.

DV sendi Strætó erindi með nokkrum fyrirspurnum viðvíkjandi málinu. Spurt var hvort Strætó hyggist áfrýja dómi héraðsdóms í málinu til Landsréttar. Spurt var hvort það væru hefðbundin vinnubrögð hjá Strætó þegar kvartanir bærust sem flokkuðust undir einelti, ofbeldi eða kynferðislega áreitni að bjóða hinum ásakaða umsvifalaust að segja upp störfum. Spurt var ennfremur hvers vegna Strætó hefði ekki virt úrskurði Kærunefndar jafnréttistmála og ráðuneytisins, sem eru lagalega bindandi. Spurt var hvort stjórnendur Strætó teldu sig hafa farið rétt að í málinu eða hvort þeir viðurkenndu mistök.

Eftirfarandi svar barst frá Jóhannesi Svavari Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó:

„Í fyrstu vil við taka fram að Strætó hefur sett sér þá stefnu að standa alltaf með þolendum.

Að öðru leyti tjáum við okkur ekki um starfsmannamál en vísum á stefnu Strætó gegn einelti, áreitni og ofbeldi: Stefna Strætó gegn einelti, áreitni og ofbeldi – Strætó (straeto.is)

Bendir á að hinn aðilinn hafi ekki verið rannsakaður

Konan segir umrædd skilaboð sem kostuðu hana starfið hafa verið „bullskilaboð“. Bendir hún á að Strætó hafi ekki rannsakað framferði mannsins sem kvartaði undan skilaboðunum:

„Hvers vegna var hann ekki rannsakaður? Ég myndi hafa mikið að segja um hans óviðeigandi hegðun.“

Hún segir Strætó ekki hafa farið eftir eigin stefnu í málinu. Ennfremur segir hún eineltismál hafa sett svip sinn á starfsanda innan fyrirtækisins og ekki hafi tekist að leysa farsællega úr þeim.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Segir Eflingu hafa svikið sig | Ríkisendurskoðun harðorð

Fréttavaktin: Segir Eflingu hafa svikið sig | Ríkisendurskoðun harðorð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeitan gómar annan íslenskan mann – Vildi fara í trekant með 11-12 ára stelpum

Tálbeitan gómar annan íslenskan mann – Vildi fara í trekant með 11-12 ára stelpum