fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tilkynnt um yfirstandandi innbrot – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 05:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hús í Grafarholti. Við athugun lögreglunnar kom í ljós að ekki var um innbrotsþjóf að ræða heldur einfaldlega húsráðandann. Hann var læstur úti og var að reyna að komast inn.

Annars var kvöld- og næturvaktin með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28 mál voru bókuð í dagbók frá klukkan 19.00 til 05.00.

Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar var kærður fyrir að aka án tilskilinna ökuréttinda.

Einn var handtekinn í verslun í Miðborginni en sá var í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi