fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dómari í endurupptökumáli Erlu Bolladóttur hélt eldræðu gegn lokun spilakassa – „Get real!“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. september 2022 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, vekur athygli á því að Eyvindur G. Gunnarsson, einn þriggja dómara Endurupptökudómstóls sem synjaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls síns, hefur barist harkalega gegn lokun spilakassa Happadrættis Háskóla Íslands þar sem hann er stjórnarformaður.

Gríðarlega athygli hefur vakið að endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu  um að dómur þar sem hún var fundinn sek um rangar sakargiftir, frá árinu 1980, verði endurupptekinn. Umræddur dómur féll í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið.

Sjá einnig: Erla Bolladóttir fær ekki endurupptöku

Erla hefur haldið því fram að hún hafi verið beitt gífurlegum þrýstingi að benda á einhvern. Þetta féllst endurupptökudómstóll ekki á og sagði engin ný gögn eða upplýsingar fram komin sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins og ekki heldur hafi verið sýnt að lögregla, ríkið eða aðrir hafi framið refsiverða háttsemi við niðurstöðuna eða að vitni hefðu farið vísvitandi með rangt mál.

Sjá einnig: Erla íhugar að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu – Nafngreindi lögreglumann sem hún segir að hafi nauðgað sér í gæsluvarðhaldi

Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, er ekki hrifin af niðurstöðu Endurupptökudómstólsins og á Facebooksíðu sinni rifjar hún upp DV síðan á síðasta ári.

Þar var fjallað um ræðu sem Eyvindur hélt á fundi Stúdentaráðs Íslands í apríl 2021. Þar lögðu fulltrúar Stúdentaráðs fram tillögu þess efnis að Stúdentaráð álykti um að rekstri spilakassa á vegum HÍ yrði hætt.
Eyvindur mótmælti harðlega hugmyndum um að loka spilakössunum.

„Hvað gerist ef við lokum spilakössum. Haldið þið að spilafíkn hætti að vera til? Alveg eins og að loka Ríkinu í Austurstræti? Haldið þið að alkóhólismi væri úr sögunni? Nei! Maður tekur bara strætó út á Nes og fer í Ríkið þar. Haldið þið að fólk hafi hætt að drekka þegar skemmtistöðum var lokað? Nei! Haldið þið að spilafíkill sem spilar í spilakassa niðri í bæ hætti að spila? Hann fer á netið! Það eru nákvæmlega sömu leikir. Get real!“ sagði hann í ræðunni

Alma spyr: „Með því að hlusta á „eldræðu“ Eyvindar vaknar óhjákvæmilega sú spurning – fór maðurinn ekki i atvinnuviðtal áður en hann var skipaður dómari?“

Sjá einnig: Hlustaðu á eldræðu stjórnarformanns HHÍ – „Eigum við ekki að banna fólki að fá sér í glas? – „Get real!

Þá segir Alma ennfremur: „Rektor HÍ mátti mæta í viðtal við kvöldfréttir Stöðvar 2 í október 2021 til að hreinsa upp eftir þennan prófessor HÍ“ og deilir tengli á fréttina þar sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir að lokun spilakassanna myndi ekki hafa áhrif á skrásetningargjöld, þvert á orð forsvarsfólks Happadrættis HÍ um að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“