fbpx
Fimmtudagur 06.október 2022
Fréttir

Þorpið kaupir JL húsið

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. september 2022 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut 121 af Myndlistaskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Kaupin eru gerð með fyrirvara um fjármögnun og áreiðanleikakönnun. Greint er frá kaupunum í tilkynningu frá Þorpinu.

Þá er farið yfir það í tilkynningunni hverjar ætlanir Þorpsins eru með húsið. „Þorpið ætlar að breyta efri hæðum hússins í fjölbreytilegar og vandaðar miðborgaríbúðir en fyrir liggur jákvæð afstaða skipulagsfulltrúa til þess og drög að uppbyggingarsamningi milli Þorpsins og Reykjavíkurborgar um verkefnið,“ segir í tilkynningunni.

„Yrki arkitektar hafa gert frumtillögur að íbúðum í húsinu þar sem það er fært nær upprunalegu útliti. Þær tillögur gera ráð fyrir íbúðum sem eru frá 50 til rúmlega 100m² að stærð. Einnig er gert ráð fyrir að breyta bílastæðum sunnan við húsið í skjólgott grænt svæði sem mun nýtast bæði íbúum og Vesturbænum í heild. Húsið að garðinum mun stallast upp þannig að allar íbúðir hafa lítinn garð eða pall í suður. Norðan megin hússins er gert ráð fyrir svölum með einstöku útsýni.“

Húsið var byggt árið 1948 af Vikurfélaginu hf. sem vörugeymsla og skrifstofuhús. Vikurfélagið varð síðar Jón Loftsson hf. sem húsið var síðar kennt við. Arkitekt hússins er Sigmundur Halldórsson og er húsið í síð-funkis stíl.

Þorpið vistfélag segist vilja vera leiðandi í þróun íbúða með áherslu á hagkvæmni, umhverfi og samfélag. Félagið vill leggja sitt af mörkum til jákvæðrar þróunar samfélagsins og skapa með því bæði samfélagslegan arð og fjárhagslegan. Þá vill félagið nýta þekkingu sína og reynslu til að tengja saman ólíka aðila og vera eftirsóknarverður samstarfsaðili ríkis, borgar og fjárfesta við uppbyggingu íbúða í takt við þarfir og áætlanir um stóraukið framboð íbúða á næstu árum.

„Þorpið hefur á síðustu þremur árum vaxið í það að verða einn stærsti einstaki uppbyggingaraðili á íbúðarhúsnæði í Reykjavík en félagið hefur í eignasafni sínu í dag um 1.500 íbúðir í byggingu, hönnun, skipulagi og þróun eða alls um 120.000m² ofanjarðar. Lang stærsta verkefnið er á Ártúnshöfða þar sem félagið á byggingarrétt að um 80.000m² ofanjarðar. Þar er gert ráð fyrir að framkvæmdir við fyrstu 170 íbúðirnar hefjist í vor.“

Nú horfir Þorpið til þess að vinna að umbreytingarverkefnum á völdum þéttingarreitum miðsvæðis í borginni og er JL húsið fyrsta verkefni félagsins af því tagi. Samhliða því vinnur félagið að uppbyggingu á Ártúnshöfða.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við reitinn hefjist innan tveggja ára en að félagið leigi út húsið þangað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sendi bréf til 186 þjóðarleiðtoga – Guðni var á meðal þeirra fyrstu sem svöruðu

Sendi bréf til 186 þjóðarleiðtoga – Guðni var á meðal þeirra fyrstu sem svöruðu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Brynhildur hefur fengið afsökunarbeiðni frá rektor MH – „Ótrúlega áhrifamikið“

Brynhildur hefur fengið afsökunarbeiðni frá rektor MH – „Ótrúlega áhrifamikið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður óskað eftir lengra gæsluvarðhaldi í hryðjuverkamálinu

Verður óskað eftir lengra gæsluvarðhaldi í hryðjuverkamálinu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Par sakfellt fyrir vörusvik í IKEA

Par sakfellt fyrir vörusvik í IKEA