fbpx
Laugardagur 01.október 2022
Fréttir

Guðfaðir lista Flokks fólksins heldur áfram að uppnefna konurnar:  „Stundum heimsækja mig konur án hræðslumerkja“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. september 2022 10:00

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson. Skjáskot/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem sjálfur titlar sig „guðföður“ lista Flokks fólksins á Akureyri, heldur áfram rógsherferð sinni gegn þremur efstu konum á listanum í aðsendri grein sem birt er á Akureyri.net seint í gærkvöldi.

Konurnar, þær Mál­fríður Þórðar­dóttir, Tinna Guð­munds­dóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu flokksins á Akureyri um ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti.

Efstu karlmenn á listanum eru þeir Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir og oddvita flokksins á Akureyri, og Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans. Hjörleifur segist hins vegar vera guðfaðir listans en hann skipaði 22. sætið, svo kallað heiðurssæti.

Á blaðamannafundi sem konurnar boðuðu til í gær nafngreindu þær Hjörleif og sögðu hann einan hafa áreitt þær kynferðislega.

Málfríður, Tinna og Hannesína. Mynd/Flokkur fólksins

Þetta segir Hjörleifur vera af og frá. „Á langri ævi hef ég kynnst fjölmörgum konum og var með sömu ágætu fyrrverandi eiginkonu í tæp 30 ár og þar af giftur henni í 25 ár og á með henni 3 yndislegar dætur og svo 2 flottar afastelpur sem eru læknar í dag og á ekki von á að þær né engin af þessum góðu konum brigsli mér um kynferðisáreiti á einn eða annan hátt,“ skrifar hann í greininni.

Sjá einnig: Guðfaðir Flokks fólksins á Akureyri hafi sagst bara leggja hendur á konur í rúminu

Þá segir hann að „sorgarumfjöllun“ sem sé „að stórum hluta lygi og óhróður“ hafi verið í gangi í fjölmiðlum.

„Það eru upphlaupsmanneskjur og svikakvensur sem eiga hér hlut að máli en þær eru Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving og Tinna Guðmundsdóttir

Tinna ber að ég hafi boðið henni að heimsækja mig að kvöldi og boðið henni gistingu, sem er helber lygi eins og hennar er von og vísa sem ég trúi eftir að fólk hefur komið að máli við mig og lýst henni sem varasamri á geði eftir að hún hafi verið undir handleiðslu geðhjúkrunarfólks en þetta sel ég ekki dýrar en ég keypti,“ skrifar Hjörleifur.

Þá minnir hann á að hann sé „með réttu guðfaðir framboðsins“ á Akureyri.

Segist eiga listann

„Þó að ég eigi listann var hann borinn fram í nafni Flokks fólksins og ég gerður að kosningastjóra sem svo umrædd Tinna hrakti mig úr starfi eftir að ég hafði útvegað húsnæði fyrir kosningaskrifstofu en það gerði hún með hávaða, svívirðingum og skítkasti á mig og hef ég mörg vitni að framkomu hennar áður en hún rauk á dyr og skellti hurðum. Tinna kom oftar en einu sinni heim til mín að degi til vegna þess að hún sá um alla tölvuvinnu fyrir framboðið,“ segir hann og heldur áfram.

„Ég hefði einfaldlega ekki þorað að bjóða henni að kvöldi og alls ekki boðið gistingu þar sem ég hafði margt misjafnt um hana heyrt og sel ekki dýrar en ég keypti eins og fyrr segir e.t.v. minnugur þeirrar umfjöllunar um ýmislegt misyndisfólks sem er ekki heilt á geði og ber fyrir sig jafnvel hnífa,“ segir Hjörleifur.

„Hvað Hannesínu varðar hef ég vart hitt ómerkilegri persónu enda svikakvendi. Lýsingar hennar á að hafa sett söfnunarlista inn um bréfalúguna og hlaupið í flýti í burtu vegna hræðslu við mig og símtöl mín við hana sem hún af „manngæsku sinni“ hætti að svars voru frá minni hálfu liður í því að bera klæði á vopnin þegar að ég skynjaði hvernig ástandið var að þróast og þetta er sannleikur málsins. Stundum heimsækja mig konur án hræðslumerkja enda fer vel á með okkur og þær verða ekki varar við kynlífstilburði af minni hálfu,“ segir hann.

Íhugar að stefna konunum fyrir meiðyrði

„Málfríði þýðir mér ekki að ræða um eftir að hún á hvæsti á mig á fundi í byrjun að ég væri að ljúga á sig þegar ég hafði orðrétt eftir fundargerð bæjarstjórnar og já fannst vel í lagt að svikakvensurnar þrjár höfðu raðað henni í 8 nefndir, fjórar sem aðal og aðrar fjórar til vara en ég veit ekki hverjar svo endalyktir urðu en í framhaldi af þessu bannaði hún mér að horfa á sig. Þegar ég tala um svikakvendi þá er skýringin sú að þegar ég raðaði fólkinu á framboðslistann þá vissi ég ekki um og þær höfðu ekki fyrir því að segja mér að Málfríður var í heilan mánuð alla kosningabaráttuna að spranga niður á Spáni og Hannesína hafði opinberlega auglýst íbúð sína hér í bæ til leigu á þeim forsendum að hún væri að flytja til Reykjavíkur.“

Þá segist Hjörleifur alvarlega vera að hugsa um að stefna „þessum svikakvensum fyrir meiðyrði og það sem meira er kynferðisofbeldi, sem engin karlmaður hreinsar svo auðveldlega af sér og e.t.v. læt ég þau einnig vera með í stefnunni þau Ingu Sæland og Guðmund Inga sem hafa tekið dyggilega undir ósómann.“

Greinina í heild sinni má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara
Fréttir
Í gær

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“