fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Páll ósáttur – Segir Þóru hafa hvatt „fárveikan einstakling“ til að „senda sér sem mest“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. september 2022 19:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveikur vann í gær Edduna fyrir Frétta- eða viðtalsþátt ársins. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, tók á móti verðlaununum og sagði að það væri mikilvægt að fá að vita, finna og skynja að fagfólk og áhorfendur kunni að meta það sem Kveikur gerir. „Vegna þess að ekki kann lögreglan að meta það sem vílar ekki fyrir sér að kalla blaðamenn í yfirheyrslu og krefja þá um nöfn heimildamanna, hverja við hittum, hvenær, hvers vegna og með hvaða gögn eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði hún svo.

Páll Steingrímsson, skipstjóri Samherja, varð afar ósáttur er hann heyrði þessa þakkarræðu Þóru, sem er ein fjögurra blaðamanna með stöðu sakbornings í máli Páls. Auk Þóru eru Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, og Þórður Snær Júlíusson riststjóri Kjarnans einnig með stöðu sakbornings í málinu sem er í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Í færslu sem Páll birti á Facebook-síðu sinni segist hann hafa reynt að takmarka það hvað hann tjáir sig um opinberlega í málinu sínu á meðan það er í rannsókn lögreglu. „Hef ég ítrekað bitið í tunguna á mér þegar síendurteknar rangfærslur og útúrsnúningar dynja á landsmönnum, fyrst og fremst á og frá ríkisfjölmiðlinum en einnig á öðrum miðlum sem starfa náið með ríkisfjölmiðlinum, svo náið að varla má greina á milli hver er starfsmaður hvers og hver borgar og gerir hvað. Rangfærslurnar flytja sakborningar málsins sjálfir, svo því sem haldið til haga,“ segir Páll í færslunni.

Páll segir að kannski sé það rétt að lögreglan kunni ekki að meta verk Kveiks eins og að Þóra sagði í gær. Hann segir hins vegar að það sé ekki rétt að Samherji hafi stofnað skæruliðadeild. „Staðhæfingin er hugarburður hennar til að gera sjálfa sig að fórnarlambi og afsaka það sem hún hefur gert,“ segir hann.

„Á það hef ég margsinnis bent en reyndar er ég ekki í sömu aðstöðu og Þóra við að koma mínum sjónarmiðum á framfæri, þar sem hún hefur ríkisfjölmiðil landsins og nokkrar hjáleigur meðan ég hef bara Facebook vegg minn, það sjá allir sem vilja sjá að á þessu töluverður aðstöðumunur.“

Segir Þóru hafa hvatt „fárveikan einstakling“ til að „senda sér sem mest“

„Förum yfir nokkrar staðreyndir,“ segir Páll svo og segir sína hlið í málinu. „Mér var byrlað til þess eins og komast í símann minn og samskipti þar enda var ég rétt komin í sjúkrabíl þegar byrjað var að ná í einstaka gögn úr símanum. Sú vinna hélt áfram þegar ég fór í öndunarstopp og í framhaldinu setur í öndunarvél og fluttur á gjörgæslu í Reykjavík. En þá var unnt að vinna á hraðvirkari hátt við afritunina enda kunnáttufólkið sem afritaði símann þar, á sama Leiti og gjörgæslan er. Afritaði síminn er enn notaður til að reyna að komast í gögn í mínum fórum. Sá angi málsins er líka i höndum lögreglu.“

Páll segir að á meðan aðstandendur manneskjunnar sem „fengin var til ódæðisins“ hafi reynt að veita henni hjálp hafi Þóra verið að „hvetja viðkomandi áfram“ og að hún hafi hvatt „þennan fárveika einstakling að senda sér sem mest“.

„Það dugar að vera læs á íslensku til að sjá bagindi viðkomandi í samskiptum hennar og Þóru en það stoppaði ekki Þóru Arnórsdóttur i að kynda undir óra þessa veika einstakling og hvetja áfram. Ekki lét hún það duga heldur ræddi einnig við viðkomandi tveimur klukkutímum áður en þessi veiki einstaklingur for til skýrslutöku i fyrsta sinn hjá lögreglu.“

Páll segir að Þóra hafi virt það að vettugi hversu „halloka þessi einstaklingur stóð“ og að hún hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína til að kreista upplýsingar upp úr viðkomandi. „Úr þessu vann hún, á launum hjá Ríkisútvarpinu, sem birtist svo undir nöfnum annarra á öðrum fjölmiðlum. Ekkert birtist á rikismiðlinum annað en endurómun áróðurs hinna fjölmiðlanna. Áróðurs sem Þóra vissulega skipulagði á bakvið tjöldin.“

Þá veltir Páll því fyrir sér hvað Þóra muni hugsa um þegar hún horfir á verðlaunagripinn. „Ætli þessi vinnubrögð séu það sem Þóra mun hugsa um þegar hún horfir á verðlaunagripinn og furðar sig á að ekki skuli allir kunna að meta það. Ég skil að lögreglan kunni ekki að meta það. Sjálfum verður mér óglatt og sérstaklega eftir lestur gagnanna þar sem einbeitur ásetningur Þóru kemur fram.“

Að lokum segir Páll að hann treysti lögreglunni til að upplýsa málið í heild sinni. „Ljóst er að enginn hjá ríkisfjölmiðlinum ætlar að axla ábyrgð eða draga úr skaðanum. Þvert á móti er öllum upplýsingum sem varpa ljósi á gjörðir þessa hóps sópað undir teppið og klifað á rangfærslunni i þeirri von um að i hundraðasta sinn verði hún sönn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu