fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Var með töluvert magn fíkniefna og fjármuna í fórum sínum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 06:33

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í nótt var maður handtekinn á hóteli í Miðborginni eftir að hann hafði veist að starfsmanni. Maðurinn var æstur og í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn. Við leit á honum fannst talsvert magn fíkniefna og fjármuna. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum í gær var maður handtekinn eftir að hafa ítrekað hunsað fyrirmæli lögreglunnar. Hann var vistaður í fangageymslu þar sem hann fær að sofa vímuna úr sér.

Í Laugarneshverfi var tilkynnt um þjófnað úr söfnunargámi um klukkan 19. Þjófarnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom.

Í Hafnarfirði fundu lögreglumenn kannabisræktun og tilbúin efni í íbúð einni eftir að þeir höfðu fundið kannabislykt leggja frá henni. Einn er grunaður í málinu.

Á sjötta tímanum í gær var ekið á ungmenni á rafmagnshlaupahjóli þegar viðkomandi var að fara yfir gangbraut. Fjölskylda ungmennisins fór með það á bráðamóttöku en ekki er talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir mjög mikla hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum

Segir mjög mikla hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ruglingsleg herkvaðningin veldur titringi um allt Rússland

Ruglingsleg herkvaðningin veldur titringi um allt Rússland
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Eldur í Urriðaholti
Fréttir
Í gær

„Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára.“

„Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára.“
Fréttir
Í gær

Svavar Pétur er látinn

Svavar Pétur er látinn