fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Gosið bannað innan 12 ára

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 12:20

Eldgosið í Meradölum Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að takmarka aðgang að gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi, þegar svæðið er opið, við 12 ára aldur. Að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum er ástæðan sú að erlendir ferðamenn koma oft með ung börn að gosinu. Oft er fólkið illa búið. Lögreglustjórinn segir að ákvörðunin sé tekin með hagsmuni barna að leiðarljósi en tilkynning hans um málið er eftirfarandi:

„Erfiðlega hefur gengið að hefta för foreldra með ung börn inn að gosinu sem í flestum tilfellum eru erlendir ferðamenn og það þrátt fyrir góða upplýsingagjöf um að gossvæðið sé ekki staður fyrir ung börn að dvelja á. Börn og foreldrar þeirra hafa í mörgum tilfellum verið mjög illa búin og svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það er statt og hvað bíður þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum.

Að gefnu tilefni og með hagsmuni barna að leiðarljósi hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum því ákveðið að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum þegar svæðið er opið.   

Eftirlit lögreglu og björgunarsveita verður með umferð ökutækja um Suðurstrandarvegi   Eftirlit gangi eftir með þeim hætti sem nú er tilkynnt.

Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala