fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fréttir

Zelenskyy varar Rússa við – „Afstaða okkar er eins og áður. Við munum ekki láta neitt af hendi sem við eigum.“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 06:59

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, varaði Rússa við í gær og sagði að ekki kæmi til greina að setjast að samningaborðinu með þeim ef þeir efna til atkvæðagreiðslna á herteknum svæðum um aðskilnað frá Úkraínu.

Þetta sagði forsetinn í gær að sögn Reuters. Hann sagði að ef hernámsliðið haldi áfram þeirri stefnu sinni að efna til atkvæðagreiðslna loki það um leið á möguleikann á viðræðum við Úkraínu og hinn frjálsa heim en það sé eitthvað sem Rússar muni hafa þörf fyrir á einhverjum tímapunkti.

Rússar og aðskilnaðarsinnar hafa hertekið stór landsvæði í austurhluta Donbas og í suðurhluta landsins. Á mörgum þessara svæða eru Rússar nú sagðir undirbúa atkvæðagreiðslur um aðskilnað frá Úkraínu. Fáum dylst þó að slíkar atkvæðagreiðslur verða sviðsettar og úrslitin ákveðin fyrir fram.

„Afstaða okkar er eins og áður. Við munum ekki láta neitt af hendi sem við eigum,“ sagði Zelenskyy.

Fulltrúar ríkjanna hafa ekki ræðst við síðan í lok mars nema hvað þeir sömdu um útflutning á korni frá Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“

Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nafn hins látna í harmleiknum í Ólafsfirði

Nafn hins látna í harmleiknum í Ólafsfirði
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum

Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á Rússum

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á Rússum
Fréttir
Í gær

Guðrún Óla nýr ritstjóri Vikunnar

Guðrún Óla nýr ritstjóri Vikunnar
Fréttir
Í gær

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi