fbpx
Mánudagur 26.september 2022
Fréttir

Tveir ferðamenn slösuðust við eldstöðvarnar í nótt – Lögreglan gagnrýnir leiðsögumenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 09:14

Meradalir í gær. Mynd:Fréttblaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert var af fólki við eldstöðvarnar á Reykjanesi í gær og fjölgaði ferðamönnum upp úr miðnætti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Tveir ferðamenn slösuðust í nótt og þurfti aðstoð Landhelgisgæslunnar við að flytja annan þeirra á sjúkrahús. Einnig þurftu nokkrir ferðamenn aðstoð vegna smávægilegra meiðsla.

Lögreglan bendir á að gönguleiðin að gosinu í Meradölum sé erfið og ekki fyrir alla. Tekur það göngumann um tvær klukkustundi að ganga að gosstöðvunum.

Gagnrýni kemur fram á hátterni leiðsögumanna á gosstöðvunum í nótt, í tilkynningu lögreglunnar, og er það sagt vera áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Í tilkynningunni segir:

„Það reynist mörgum erfitt að átta sig á aðstæðum til fjalla en þarna blása kaldir vindar.  Eitthvað bar á því að leiðsögumenn með ferðamenn sýndu tilmælum viðbragsaðila lítinn skilning þegar vaðið var að stað með ferðamenn sem voru illa undir það búnir að leggja í erfiða göngu.  Er það áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna og fyrir þá sem í sjálfboðavinnu sinna öryggisgæslu á svæðinu. Menn taki sig á.“

Jafnframt er lögreglan með þessi mikilvægu skilaboð:

„Lögregla lokar svæðum gerist þess þörf.  Göngumenn taki fullt tillit til leiðbeininga og fyrirmæla frá viðbragðsaðilum.  Þannig gengur okkur best.

Búið ykkur vel og takið með ykkur nesti.

Akstur utan vega er bannaður.

Varist gasmengun og kynnið ykkur leiðbeiningar á heimsíðu almannavarna https://www.almannavarnir.is/

Verum til fyrirmyndar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segja síðustu hótanir Pútíns mjög áhættusamar – Getur fært stríðið á nýtt stig

Segja síðustu hótanir Pútíns mjög áhættusamar – Getur fært stríðið á nýtt stig
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Reiði yfir herkvaðningu – Slást og kvarta á samfélagsmiðlum

Reiði yfir herkvaðningu – Slást og kvarta á samfélagsmiðlum
Fréttir
Í gær

Fimm tré rifnuðu upp með rótum í storminum á Seyðisfirði

Fimm tré rifnuðu upp með rótum í storminum á Seyðisfirði
Fréttir
Í gær

Íslenskur vændiskaupandi – „Ég skil þetta eiginlega bara sem þjónustu“

Íslenskur vændiskaupandi – „Ég skil þetta eiginlega bara sem þjónustu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er þetta dóttir einræðisherrans í Norður Kóreu?

Er þetta dóttir einræðisherrans í Norður Kóreu?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Gjörsamlega sláandi“ hækkun á útgjöldum íslenskra heimila – Þurfa að borga allt að 128 þúsundum meira á mánuði en fyrri ári

„Gjörsamlega sláandi“ hækkun á útgjöldum íslenskra heimila – Þurfa að borga allt að 128 þúsundum meira á mánuði en fyrri ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kæru vegna meintra brota Sigurðar Inga á siðareglum vísað frá – Mótmæli bókuð í forsætisnefnd

Kæru vegna meintra brota Sigurðar Inga á siðareglum vísað frá – Mótmæli bókuð í forsætisnefnd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryðjuverkamálið: Sá sem var handtekinn við Holtasmára var tekinn höndum viku fyrr en sleppt úr haldi

Hryðjuverkamálið: Sá sem var handtekinn við Holtasmára var tekinn höndum viku fyrr en sleppt úr haldi