fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Fréttir

Helga Ómars var byrlað á Þjóðhátíð í Eyjum – „Síðustu þrír sólarhringar hafa verið frekar mikill tilfinningarússíbani“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 23:26

Helgi Ómarsson. Mynd/Instagram @helgiomarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson greinir frá því Instagram síðu sinni að honum hafi verið byrlað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um nýliðna helgi.

„Síðustu þrír sólarhringar hafa verið frekar mikill tilfinningarússíbani,“ segir Helgi í færslunni og tekur fram að hann hafi íhugað að greina ekki frá þessari ömurlegu reynslu enda „efasemdir, skömm og allt þar á milli“ að bærast innra með honum.

Hann segist hafa verið að skemmta sér frábærlega aðfaranótt mánudags í Herjólfsdal og verið með brúsa með screwdriver-kokteil sem hann hafi vökað sig reglulega með.  Hann hafi verið staddur við litla sviðið í dalnum með fullt af fólki og allir að skemmta sér.

Hann segist muna eftir því að hafa tekið eitt skot með félaga sínum og tekið sopa úr einhverju röri og verið algjörlega grunlaus um eitthvað gæti hafa verið í drykkjunum annað en áfengi.

Hann hafi allt í einu upplifað að allt væri að verða rosalega skrýtið. Hann hafi farið afsíðis og ætlað að anda sig í gegnum þessi óþægindi eða mögulega kasta upp. Skyndilega hafi hann síðan upplifað sig algjörlega máttlausan einhversstaðar úti á túni og í „fáránlega skrýtnu ástandi.“

Ólíkt öllu því sem hann hefur áður upplifað

Hann tekur fram að hann telji sig afar meðvitaðan drykkjumann. Hann drekki yfirleitt lítið magn, sé duglegur að drekka vatn og reyni að anda sig í gegnum ástandið ef að hann finni mikið á sér. Þessi áhrif hafi hins vegar verið ólík öllu því sem hann hefur áður upplifað.

„Alveg rosalega ólík. Pjúra panic, líkamlegt kraftleysi og allskonar annað rugl voru búin að taka yfir,“ skrifar Helgi í færslunni.

Blessunarlega hafi þó allt farið vel og hann komst undir hendur fagmanna í læknatjaldinu sem telja víst að honum hafi verið byrlað.

Helgi segist hafa verið eitt spurningamerki síðan þetta átti sér stað. Ótrúlegt nokk hafi hann munað mjög vel eftir allri atburðarásinni og hvernig honum leið.

Hann segist hafa hugsað sig um en ákveðið að deila reynslu sinni til þess að skila skömminni sem hann upplifði og hefur verið sem eitur í honum. „Ef mér er búið að líða eins og mér er búið að líða í kjölfarið þá hljóta að vera fleiri sem hafa lent í svipuðu,“ skrifar Helgi.

Þakklátur gæsluvörðum

Hann segir reynslu sína vera ágæta áminningu um að fólk fari varlega þegar það sé að skemmta sér. Þá hvetur hann fólk til að vera meðvitað úti á lífinu og vekja athygli á ömurlegum uppákomum og þeirri sem hann lenti í.

Hann viti ekki hvað aðilum sem byrlaði honum gekk til en hann óski engum að lenda í því sem hann upplifði.

„Allar heimsins bestu og innilegustu þakkir til gæsluvarða Þjóðhátíðar,“ skrifar Helgi ennfremur. Hann segir viðbragðsaðilina hafa brugðist afar hratt við og meðhöndlað aðstæður hárrétt. Þau hafi veitt honum ummönnun með mildi, skilning og kærleik.

Skjáskot af hluta færslu Helga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Handtekinn í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tekjudagar DV: Sölvi Tryggvason með yfir 1,6 milljón á mánuði

Tekjudagar DV: Sölvi Tryggvason með yfir 1,6 milljón á mánuði
Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV: Haraldur Ingi með yfir 100 milljónir í laun á mánuði – Kaus að borga hæsta mögulega skatt

Tekjudagar DV: Haraldur Ingi með yfir 100 milljónir í laun á mánuði – Kaus að borga hæsta mögulega skatt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skúli svarar Óttari – Segist hvorki vera gjaldþrota né auðmaður

Skúli svarar Óttari – Segist hvorki vera gjaldþrota né auðmaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur rússneskur embættismaður sagður hafa sett sig í samband við Vesturlönd til að binda enda á stríðið

Háttsettur rússneskur embættismaður sagður hafa sett sig í samband við Vesturlönd til að binda enda á stríðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ólöglega dvöl á Schengensvæðinu

Grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ólöglega dvöl á Schengensvæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hugsa með hrylling til þess ef gæludýr hefði verið um borð í bílunum sem krömdust í Herjólfi

Hugsa með hrylling til þess ef gæludýr hefði verið um borð í bílunum sem krömdust í Herjólfi