fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Lögmaður áminntur harðlega fyrir að vanrækja skjólstæðing – Konan sat uppi með málskostnað og gat ekki áfrýjað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 12:15

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt lögmann fyrir að hafa brotið siðareglur stéttarinnar með því að vanrækja mjög skyldur sínar gagnvart skjólstæðingi sínum.

Morgunblaðið greinir frá þessu en úrskurð nefndarinnar má sjá hér.

Konan sem leitaði aðstoðar lögmannsins átti í deilum við ættingja sína vegna ráðstöfunar fasteignar úr dánarbúi en konan var lögerfingi hins látna.

Fyrir héraðsdómi féll lögmaðurinn frá helstu málsástæðu konunnar, sem varðaði ágreininginn um ráðstöfun á fasteigninni, án samráðs við konuna. „Ágreiningslaust er að sóknaraðili var ekki viðstödd aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi þann x. mars 20xx en við munnlegan flutning málsins féll varnaraðili frá fyrrgreindri málsástæðu fyrir hönd sóknaraðila,“ segri meðal annars í úrskurði nefndarinnar um þetta.

Enn fremur vanrækti hann að áfrýja dómnum til Landsréttar en konan náði ekki sambandi við hann, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fyrr en eftir að áfrýjunafresturinn var liðinn. Konan þurfti að greiða fólkinu sem hún stefndi hálfa milljón í málskostnað.

„Að mati nefndarinnar er sú háttsemi sem varnaraðili viðhafði í lögmannsstörfum sínum í þágu sóknaraðila og hér hefur verið lýst verulega ámælisverð og ósamboðin lögmannastéttinni. Verður því ekki hjá því komist að veita varnaraðila áminningu samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998,“ segir í lokaorðum niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar