fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ítali á sjötugsaldri situr á Hólmsheiði ákærður fyrir stórfellt brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 13:15

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. ágúst næstkomandi verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness mál gegn ítölskum manni sem setið hefur í fangelsinu Hólmsheiði frá því seint í apríl.

DV hefur ákæruna í málinu undir höndum. Maðurinn heitir Lorenzo Tisi og er rétt tæplega 65 ára gamall. Hann er sakaður um að hafa staðið að innflutningi á tæpu kílói af kókaíni með 76-77% styrkleika, sem samsvarar 85-86% kókaínklóríði, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Áætlað söluverðmæti er í kringum 20 milljónir króna. Maðurinn faldi fíkniefnin í niðursuðudósum í ferðatösku sinni í flugi frá Brussel í Belgíu til Íslands. Kom hann til landsins þann 22. apríl síðastliðinn.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu