fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Sólveig Anna segir að Gabríel sé með sig á heilanum – „Aumkunarverður maður það skásta sem ég get sagt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fer hörðum orðum um frétt RÚV af málefnum félagsins. Í fréttinni segir að Efling hafi ekki staðið skil á skatt- og lífeyrisgreiðslum starfsmanna frá því fjármálastjóri félagsins hætti störfum í byrjun sumars.

Við vinnslu fréttarinnar ræddi RÚV við nokkra fyrrverandi starfsmenn Eflingar, m.a. Gabríel Benjamín, fyrrverandi starfsmann og trúnaðarmann Eflingar, sem segist telja mistökin til marks um ástandið á skrifstofu félagsins eftir að öllum starfsmönnum var sagt upp. „Efling er að haga sér eins og hinn versti atvinnurekandi,“ segir Gabríel.

Sólveig Anna fordæmir þennan fréttaflutning RÚV í Facebook-færslu og segir einfalda skýringu vera á þessum misbresti á skattskilum:

„Staðreyndin er sú að bókhaldsfyrirtæki sem sér um launagreiðslur hjá Eflingu gerði mistök og þessvegna skiluðu gjöld af launum starfsmanna sér ekki á áfangastað. Um leið og það uppgötvaðist var farið í að leiðrétta málið. Framkvæmdarstjóri félagsins hefur svarað því starfsfólki sem hafði samband við hana og útskýrt málið.“

Í pistlinum fer Sólveig Anna hörðum orðum um RÚV sem og sinn fyrrverandi samstarfsmann, Gabríel Benjamín. Hún segir hann vera með sig á heilanum og segist engum óska slíks hlutskiptis. Segir hún jafnframt að Gabríel Benjamín hafi borið út um sig róg og sé með þráhyggju gegn sér:

„En auðvitað þarf að nota tækifærið og berja á félaginu með því að flytja fáránlega ekki-frétt. Og auðvitað er tækifærið notað og Gabríel Benjamín, manninum sem hefur gert það að áhugamáli sínu að vera með mig á heilanum, gefið enn eitt tækifærið til að röfla í míkrófón. Fréttamaður RÚV segir að Gabríel hafi áður farið um mig „hörðum orðum“. Hið rétta er að Gabríel hefur borið út róg um mig og m.a. kallað mig lygara í einka-skilaboðum til karlmanna útí bæ þegar ég sagði frá grafalvarlegri hótun sem beindist að mér og heimili mínu. Hann er með þráhyggju sem beinist gegn mér og hefur verið með lengi. Meðal annars lét hann bóka það sérstaklega í fundargerð samráðsfundar sem að lögmaður stjórnar Eflingar átti með honum sem trúnaðarmanni að ég vildi framkvæma skipulagsbreytingu á skrifstofu félagsins vegna þess að ég „þyrði ekki að horfa í augun á honum og reka hann“. Að hann sé aumkunarverður maður er það skársta sem ég get sagt.

Ég vona að hann fari að fá eitthvað annað fólk en mig á heilann. Eða nei, ég óska engri manneskju þess að Gabríel Benjamín fái hana á heilann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur
Fréttir
Í gær

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm