fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

234 þúsund brottfarir erlendra farþega í júlí

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 11:14

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í nýliðnum júlí samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta júlímánuðinn frá því mælingar hófust. Brottfarir í júlí voru 84% af því sem þær voru í júnímánuði 2018 þegar mest var og um jukust um 1,3% af því sem þær voru í júlímánuði 2019. Rúmlega þriðjungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna.  Brottfarir Íslendinga voru um 65 þúsund sem er álíka og undanfarna tvo mánuði ársins.

Bandaríkjamenn fjölmennastir

Flestar brottfarir í júlí voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna, um 79 þúsund talsins eða 34,6% af heild. Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennasta þjóðernið í júlímánuði síðan 2013 og eru brottfarir þeirra álíka margar og árið 2017. Flestar brottfarir Bandaríkjamanna í júlí voru árið 2018, um 103 þús. talsins.

Bottfarir Þjóðverja voru í öðru sæti, um 17 þúsund talsins eða 7,3% af heild. Þjóðverjar hafa lengst af verið næstfjölmennasta þjóðernið í júlímánuði

Brottfarir Dana voru í þriðja sæti í júní (5,6% af heild) og brottfarir Frakkar í því fjórða (5,4% af heild). Þar á eftir fylgdu Bretar (5,1%), Pólverjar (5%), Ítalir (3,6%), Kanadamenn (3,5%), Spánverjar (3%) og Hollendingar (2,6%). 10 stærstu þjóðernin í júní voru 75% af heild.

Brottfarir erlendra farþega frá áramótum

Frá áramótum hafa rúmlega 870 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra tæplega 185 þúsund talsins. Enn er nokkuð langt í land að ná þeim fjölda brottfara sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn en brottfarir voru um 1,3 milljón talsins þegar mest var á tímabilinu janúar til júlí 2018, um 436 þúsund fleiri en í ár.

Brottfarir Íslendinga

Brottfarir Íslendinga voru tæplega 65 þúsund talsins í júlí og hafa brottfarir þeirra mælst einu sinni áður fleiri í júlí en það var árið 2018 en þá voru þær um þúsund fleiri en í ár. Frá áramótum hafa brottfarir Íslendinga mælst um 332 þúsund eða 85% af því sem þær mældust á sama tímabili 2018.

Nánari sundurgreinigu má finna á vef Ferðamálastofu: https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/category/1/234-thusund-brottfarir-erlendra-farthega-i-juli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu