fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Trumpelskandi rappari handtekinn fyrir skotárásina í Highland Park – Faðir hans bauð sig fram sem bæjarstjóra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Highland Park hafa handtekið 22 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa staðið á bak við banvæna skotárás í Highland Park, sem er í útjaðri Chicago-borgar, í gær. Alls létust sex einstaklingar í árásinni og en 25 einstaklingar, á aldrinum 8 til 85 ára, urðu fyrir kúlnahríð skotmannsins. Árásin átti sér á stað á meðan íbúar fögnuðu þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla heitir hinn grunaði Bobby Crimo III og hefur bakgrunnur hans vakið nokkra athygli. Crimo er liðtækur rappari og gengur undir nafninu Awake the Rapper. Hann hefur gefið út nokkur lög og er með um 16.000 mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify.

Crimo III var handtekinn eftir umfangsmikla lögregluaðgerð átta klukkustundum eftir árásina

Tónlistarmyndband hans síðasta haust inniheldur mynd sem Crimo teiknaði sjálfur þar sem hann er að skjóta fólk á netinu. Þá er einnig stutt myndskeið þar sem Crimo, íklæddur skotheldur vestu, kastar byssukúlum á gólf kennslustofu. Lögregluyfirvöld ytra hafa greint frá því að þau hafi þekkt til Crimo.

Faðir hans, Bob eldri, er viðskiptamaður sem meðal annars bauð sig fram sem bæjarstjóra Highland Park árið 2019 en tapaði kosningunum naumlega.

Hinn grunaði er mikill stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og hafa myndir af honum í „Hvar er Valli?“-búningi á fundi Trump verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Þá hefur vakið athygli að frambjóðandinn faðir hans er ákafur stuðningsmaður þess að vopnalöggjöfin í Bandaríkjunm verði óbreytt en hann hefur látið þann stuðning í ljós á samfélagsmiðlum eftir fyrri skotárásir.

Skotmaðurinn er mikill stuðningsmaður Donald Trump
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Öryggisráðið greiðir atkvæði um atkvæðagreiðslurnar um innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland – Rússar með neitunarvald

Öryggisráðið greiðir atkvæði um atkvæðagreiðslurnar um innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland – Rússar með neitunarvald
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Herkvaðningin gerir göt á frásögn Pútíns – Víðsfjarri því að um sameinað Rússland sé að ræða

Herkvaðningin gerir göt á frásögn Pútíns – Víðsfjarri því að um sameinað Rússland sé að ræða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Margir minnast Svavars Péturs – „Ég dáðist að því hversu opinskár hann var með veikindi sín,“ segir Lilja Alfreðsdóttir

Margir minnast Svavars Péturs – „Ég dáðist að því hversu opinskár hann var með veikindi sín,“ segir Lilja Alfreðsdóttir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Eldur í Urriðaholti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þriggja ára drengur reyndi að verja móður sína fyrir barsmíðum föður síns

Þriggja ára drengur reyndi að verja móður sína fyrir barsmíðum föður síns
Fréttir
Í gær

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“
Fréttir
Í gær

Herða öryggisráðstafanir við sænsk kjarnorkuver

Herða öryggisráðstafanir við sænsk kjarnorkuver