fbpx
Mánudagur 26.september 2022
Fréttir

Snorri gekk fram á látna konu í miðri skotárásinni í Kaupmannahöfn og hlúði að særðri móður hennar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingurinn Snorri Þrastarson hlúði að konu sem hafði orðið fyrir skoti í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Snorri var í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 þar sem hann lýsti upplifun sinni af hinum hræðilega atburði. Snorri er ytra en fjölskylda hans á og rekur veitingastaði skyndibitakeðjunnar KFC í Danmörku.

Í viðtalinu kemur fram að Snorri hafi verið við vinnu sína í útibúi keðjunnar í verslunarmiðstöðinni þennan örlagaríka dag.

Um ósköp venjulegan vinnudag hafi verið að ræða þegar hann og vinnufélagar hans hafi skyndilega heyrt háan hvell, eins og að blaðra hafi sprungið og í kjölfarið hafi hann tekið eftir fólki á hlaupum.

„Við veltum fyrir okkur hvað hefði skeð? Þetta var mjög óvenjulegt. Svo áttuðum við okkur fljótlega á því að það væri einstaklingur með byssu í verslunarmiðstöðinni að skjóta á fólk,“ segir Snorri í viðtalinu.

Snorri og starfsfólk staðarins hafi brugðist hratt við og farið að hleypa fólki í skjól baka til á veitingastaðnum og reynt að koma sér sjálfum í var. Þá hafi runnið upp fyrir þeim að árásarmaðurinn væri að labba um verslunarmiðstöðina, eins og að hann væri að leita að einhverjum, og skjóta á fólk en í viðtalinu kemur fram að Snorri hafi séð ódæðismanninn með eigin augum.

Dóttirin var þegar látin

Þegar að Snorri og nokkrir aðrir skynjuðu að árásarmaðurinn væri kominn upp á hæðina fyrir ofan fóru þau að fikra sig út af veitingastaðnum til að athuga stöðuna.

„Við reyndum að fara eins gætilega og mögulegt var. Þegar hann var farinn þá fórum við nokkur út að tjékka og athuga með annað fólk og hvort við gætum hjálpað því að komast í skjól,“ segir Snorri.

Þau hafi þá rekist á unga konu sem var þegar látin en við hlið hennar var móðir konunnar sem var með skotsár á fæti. Snorri hafi þá tekið af sér beltið og þrengt að fæti konunnar til þess að stöðva blæðinguna.

Aðspurður hvernig sér liði eftir að hafa upplifað þessar hörmungar sagði Snorri:

„Mér finnst eins og mér líði ágætlega en sjokkið kemur eflaust síðar.“

Á vef TV2 má hlusta á brot af viðtalinu við Snorra Þrastarson.

Rétt er að geta þess að DV hefur reynt að ná sambandi við Snorra til að óska eftir stuttu viðtal en ekki haft árangur sem erfiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þjóðverjar kaupa gas frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þjóðverjar kaupa gas frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segja síðustu hótanir Pútíns mjög áhættusamar – Getur fært stríðið á nýtt stig

Segja síðustu hótanir Pútíns mjög áhættusamar – Getur fært stríðið á nýtt stig
Fréttir
Í gær

„Sjálfselska“ – Norðmenn deila vegna gríðarlegs gróða vegna Úkraínustríðsins

„Sjálfselska“ – Norðmenn deila vegna gríðarlegs gróða vegna Úkraínustríðsins
Fréttir
Í gær

Fimm tré rifnuðu upp með rótum í storminum á Seyðisfirði

Fimm tré rifnuðu upp með rótum í storminum á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kæru vegna meintra brota Sigurðar Inga á siðareglum vísað frá – Mótmæli bókuð í forsætisnefnd

Kæru vegna meintra brota Sigurðar Inga á siðareglum vísað frá – Mótmæli bókuð í forsætisnefnd