fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fréttir

Harðar fjármáladeilur pars eftir sambúðarslit – Krafði sína fyrrverandi um rúmar tíu milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. júlí 2022 10:17

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður einn sem var í sambúð með konu frá árinu 2013 til 2021 stefndi henni fyrir Héraðsdóm Reykjaness og krafði hana um rúmlega 10,2 milljónir. Sagði hann konuna hafa millifært í óleyfi háar fjárhæðir af reikningi hans og notað í eigin þágu.

Parið var með aðskilinn fjárhag samkvæmt framburði mannsins en hann segist hafa lagt allt til íbúðarkaupa parsins en parið hafi vegna mistaka verið skráð hvort um sig helmingseigandi að íbúðinni. Konan hafi fengið umboð mannsins til að millifæra af reikningi hans til að sjá um heimilisútgjöld og annað sameiginlegt. Hún hafi hins vegar misnotað þetta umboð og millifært af reikningi hans til eigin nota, meðal annars til að greiða niður eigin kreditkortareikning og til að standa straum af ferð til New York, og margt fleira. Konan fékk umboð til að millifæra af reikningnum vorið 2015 en maðurinn afturkallaði umboðið haustið 2019. Málið höfðar hann vegna millifærslna konunnar af reikningi hans á þessu tímabili.

Maðurinn lagði fram reikningsyfirlit yfir nokkurra ára tímabil en þar sjást ýmsar millifærslur sem eru óskilgreindar. Maðurinn sagði konuna hafa gerst seka um saknæma háttsemi með millifærslunum og krafðist endurgreiðslu upp á rúmlega 10,2 milljónir. Á kreditkortayfirliti konunna komu meðal annars fram greiðslur til Heklu, Hagkaupa, Cosmo, Smárabíós og fleiri aðila.

Konan andmælti þessu og krafðist sýknu. Manninum bæri að sanna að hann hefði orðið fyrir tjóni af hennar völdum og það geri hann ekki með málatilbúnaði sínum og þeim gögnum sem hann leggi fram. Einnig byggði konan á því að kröfur mannsins væru fallnar niður vegna tómlætis og sumar væru fyrndar.

Það var niðurstaða dómsins að ekki væri annað að merkja en fjárhagur parsins hafi verið sameiginlegur á sambúðartímanum en ekki aðskilinn eins og maðurinn heldur fram. Því bæri að sýkna konuna af kröfum mannsins. Maðurinn þarf jafnframt að greiða málskostnað til konunnar upp á 500 þúsund krónur. Urðu málaferlin því ekki til að færa honum rúmlega tíu milljónir af meintu glötuðu fé heldur þarf hann að borga hálfa milljón í viðbót.

Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður rafmagnshlaupahjóls grunaður um að hafa verið undir áhrifum – Meiddist töluvert þegar hún féll af rafmagnshlaupahjóli

Ökumaður rafmagnshlaupahjóls grunaður um að hafa verið undir áhrifum – Meiddist töluvert þegar hún féll af rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var misnotaður af eldri bróður sínum – „Lögreglan var aldrei að vinna með okkur, heldur alltaf að vinna á móti okkur.“ 

Var misnotaður af eldri bróður sínum – „Lögreglan var aldrei að vinna með okkur, heldur alltaf að vinna á móti okkur.“