fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fréttir

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 11:29

Myndin er samsett - Mynd af Þorsteini: DV/Hanna - Mynd frá N1-mótinu: N1-mótið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

N1-mótið í knattspyrnu var haldið á Akureyri um helgina. Þar koma knattspyrnustjörnur framtíðarinnar saman og spila hver við annan en ósæmileg hegðun foreldra þeirra hefur þó stolið sviðsljósinu. Mikið hefur verið fjallað um þessa slæmu hegðun foreldra í fjölmiðlum landsins í kjölfar mikillar umræðu um hana á samfélagsmiðlinum Twitter.

Sjá einnig: Foreldrar urðu sér til skammar á Akureyri – ,,Til móðurinnar sem kallaði „Tussa“ á einu stúlkuna“

Þorsteinn Guðmundsson leikari birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann veltir steinum vegna þessara fregna að norðan um slæma hegðun foreldra. „Í ljósi umræðunnar um slæma framkomu foreldra á fótboltamótum barna má velta fyrir sér nokkrum hlutum,“ segir Þorsteinn í upphafi færslunnar.

Hann segir alla sálfræðinga kannast við það að það fólk sem glímir við alvarlegan vanda eigi oftast það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum erfitt samband við foreldra sína. „Fólk talar um foreldra sem áttu erfitt með að uppfylla hlutverk sitt, stundum vegna þess að það var áfengisdrykkja á heimilum, stundum vegna þess að foreldrar voru ofbeldishneigðir eða tilfinningakaldir, ástæðurnar eru margar og margvíslegar,“ segir hann.

„Á þessum fótboltamótum sjáum við stundum grilla í toppinn á ísjakanum á þessum vandamálum. Það foreldri sem missir sig og öskrar fúkkyrði á ókunnug börn fer svo heim með sitt eigið barn í lok mótsins.“

„Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Einhver umræða hefur verið um að banna foreldrum að mæta á þessi knattspyrnumót eða jafnvel banna mótin yfirhöfuð. Þorsteinn segist skilja þau sjónarmið þar sem hann var lengi í fótbolta sem strákur. „Aldrei saknaði ég þess að foreldrar mínir voru ekki á línunni í hverjum leik,“ segir hann.

Leikarinn er þó ekki á því að það myndi leysa neitt að banna foreldrum að mæta, hvað þá að leggja mótin niður. „Vissulega væri hægt að leggja þetta niður en það leysir í sjálfu sér engan vanda. Þessi mót eru nefnilega frábært tækifæri sem væri hægt að nýta á jákvæðan hátt,“ segir hann.

„Börnin sem keppa á þessum mótum hafa æft sig mánuðum saman, dómarar og þjálfarar hafa farið í gegnum námskeið … af hverju ekki að nota tækifærið og skylda þá foreldra sem vilja mæta á þessa mót til þess að fara í gegnum foreldranámskeið? Hefðu í raun ekki bara allir gott af því? Alveg hefði ég haft gagn af góðu foreldranámskeiði.“

Þá talar Þorsteinn um foreldrabækling sem KSÍ hefur gefið út. Hann segir slíkan bækling vera fína byrjun en að það hljóti að mega gera betur en það.

„Sem sagt, það er ekki skrítið að okkur bregði við það að heyra af slæmri framkomu foreldra en trúið mér, þetta er toppurinn á ísjakanum og það væri sannarlega þess virði fyrir þjóðfélagið (jafnvel fjárhagslega) að koma veita foreldrum sem glíma við hegðunarvanda meiri stuðning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður rafmagnshlaupahjóls grunaður um að hafa verið undir áhrifum – Meiddist töluvert þegar hún féll af rafmagnshlaupahjóli

Ökumaður rafmagnshlaupahjóls grunaður um að hafa verið undir áhrifum – Meiddist töluvert þegar hún féll af rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var misnotaður af eldri bróður sínum – „Lögreglan var aldrei að vinna með okkur, heldur alltaf að vinna á móti okkur.“ 

Var misnotaður af eldri bróður sínum – „Lögreglan var aldrei að vinna með okkur, heldur alltaf að vinna á móti okkur.“