fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fréttir

Áframhaldandi flugvandræði yfirvofandi – „Þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 16:07

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið fjallað um flugvandræði víða um heiminn að undanförnu en það hefur færst í aukana að flugum sé frestað og jafnvel aflýst víða um heiminn. Delta Air Lines hefur til dæmis aflýst um 100 flugum á hverjum degi út júlí og Air Canada hyggst aflýsa um 10% af öllum sínum flugum í bæði júlí og ágúst, það eru um 150 flug á dag.

Þá hefur mikill fjöldi ferðalanga orðið viðskila við farangurinn sinn, sérstaklega á Heathrow flugvellinum í London. Dæmi eru um að fólk sé beðið um að mæta fyrr á flugvöllinn til að ná fluginu sínu en síðan hefur fólk einnig verið beðið um að mæta ekki of snemma. Shipol flugvöllurinn í Amsterdam ráðlagði til að mynda fólki að mæta ekki of snemma og sagði að það væri aðeins velkomið að mæta fjórum tímum fyrir brottför.

Samkvæmt fréttaskýringu CNN virðast vandamálin þó aðeins vera að byrja og að engin skyndilausn sé í sjónmáli. Þýska flugfélagið Lufthansa varaði farþega sína til dæmis við með tölvupósti og sagði að ólíklegt væri að ástandið myndi batna á næstunni. Þá fullyrti flugfélagið að í rauninni myndi þetta ekki komast í lag fyrr en í vetur. Í tölvupóstinum segir Lufthansa að vandamálin megi til dæmis rekja til þess að það vanti of mikið af starfsfólki. „Ekki bara hjá samstarfsaðilum okkar heldur einnig hjá okkur,“ segir í póstinum. „Næstum öll fyrirtæki í bransanum eru þessa stundina að ráða inn nýtt starfsfólk, nokkur þúsund manns verða ráðin bara í Evrópu.“

„Auðvelt að reka fólk, að fá hæft fólk aftur – það er erfitt“

Henry Harteveldt, aðalmarkaðsfræðingur hjá Atmosphere Research, er á því að flugbransinn hefði átt að sjá þetta fyrir. „Þeirra eigin rannsóknir, rannsóknir okkar og annara, og bókunarkerfin hefðu átt að vera nóg fyrir forstjóra flufélaga til að sjá og vita af þessu, að það myndi verða mikil eftirspurn fyrir ferðalögum á ný,“ segir Harteveldt í samtali við CNN. „Annað hvort horfðu þeir ekki á gögnin sín, eða þeir mislásu eða mistúlkuðu þau, en þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart.“

 

Í fréttaskýringu CNN eru vandamálin að miklu leiti rakin til þess að of mikið af hæfu fólki hvarf úr flugbransanum í heimsfaraldrinum, flugfélögin og önnur fyrirtæki í bransanum séu ekki búin að ráða nógu mikið af fólki síðan þá, hvað þá nógu hæfu fólki. „Það er auðvelt að reka fólk, að fá hæft fólk aftur – það er erfitt,“ segir Addison Schonland, stofnandi og einn af eigendum AirInsight.

Shonland segir að það vanti starfsfólk í alla króka og kima bransans. „Flugfélög, sérstaklega í Bandaríkjunum, eru líka þekkt fyrir að vera óáreiðanlegir vinnuveitendur, þessi hringrás uppsagna og ráðninga gerir starfsferil fólks óstöðugan,“ segir hann. „Það vantar hæft fólk og þetta er erfið vinna, fólkið sem vantar hefur að öllum líkindum mun betri valmöguleika núna utan bransans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður rafmagnshlaupahjóls grunaður um að hafa verið undir áhrifum – Meiddist töluvert þegar hún féll af rafmagnshlaupahjóli

Ökumaður rafmagnshlaupahjóls grunaður um að hafa verið undir áhrifum – Meiddist töluvert þegar hún féll af rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var misnotaður af eldri bróður sínum – „Lögreglan var aldrei að vinna með okkur, heldur alltaf að vinna á móti okkur.“ 

Var misnotaður af eldri bróður sínum – „Lögreglan var aldrei að vinna með okkur, heldur alltaf að vinna á móti okkur.“