fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Rússnesk yfirvöld sögð reyna að þagga niður í ættingjum fallinna hermanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 06:45

Moskva að sökkva. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld eru reiðubúin til að ganga langt til að halda því leyndu hversu margir sjóliðar fórust með beitiskipinu Moskvu þegar Úkraínumenn sökktu því í Svartahafi. Missir Moskvu var Rússum mikið áfall en skipið var flaggskip Svartahafsflotans.

Í nýjustu stöðuskýrslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) kemur fram að fjölskyldum látinna sjóliða hafi verið hótað af yfirvöldum. Þeim var að sögn hótað að þær verði sviptar þeim fjárhagslegu bótum sem þær eiga að fá ef þær ræða opinberlega um Moskvu og það sem gerðist.

ISW hefur þessar upplýsingar frá úkraínsku leyniþjónustunni en Rússar hafa ekki staðfest þetta.

Leyniþjónusta úkraínska hersins segir að rússnesk yfirvöld hafi sent lögmenn og sálfræðinga til að sannfæra fjölskyldur hinna látnu hermanna um að halda öllum upplýsingum um dauða þeirra leyndum. Þetta er að sögn gert til að koma í veg fyrir óróleika í samfélaginu vegna hins mikla mannfalls rússneska hersins í stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“