fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Fréttir

Rússar hafa greitt Úkraínumönnum um 50 milljarða frá upphafi stríðsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 06:57

Fánar Rússlands og Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmlega 100 dögum hafa þeir greitt Úkraínu sem svarar til um 50 milljarða íslenskra króna. Greiðslurnar fá Úkraínumenn fyrir að leyfa rússnesku gasi að renna í gegnum landið á leið til vestanverðrar Evrópu.

„Það er þversagnarkennt að bæði ríkin þéni á gasinu á meðan þau berjast gegn hvort öðru á vígvellinum,“ hefur TV2 eftir Anders Christian Overvad sérfræðingi hjá hugveitunni Tænketanken Europa.

2019 samdi rússneska ríkisgasfyrritækið Gazprom til fimm ára við Úkraínumenn. Gazprom skuldbatt sig til að greiða Úkraínu átta milljarða dollara fyrir að leyfa gasi að renna í gegnum leiðslur til vestanverðrar Evrópu. Þessi samningur er enn í gildi.

Rússar hafa auðvitað mikið upp úr gassölunni en samkvæmt því sem hugveitan Center for Strategic and International Studies segir þá fer um 70% af rússnesku gasi til Evrópu. 66% af þessu gasi streymir í gegnum Úkraínu.

Stærstu kaupendurnir eru Þýskaland sem kaupir 36%, Ítalía sem kaupir 27% og Frakkland sem kaupir 23%.

Ekki er vitað hvað Rússar þéna á gassölunni en það er mun meira en Úkraínumenn fá fyrir að leyfa gasinu að streyma í gegnum land sitt. Nýlega sagði Anton Siluanov, fjármálaráðherra, að reikna megi með að tekjurnar af olíu- og gassölu verði mun hærri á árinu en reiknað var með eða sem nemur allt að 2.000 milljörðum íslenskra króna.

Margir Úkraínubúar og aðrir eiga erfitt með að skilja af hverju úkraínsk stjórnvöld leyfa rússnesku gasi að streyma í gegnum landið á sama tíma og þau hvetja Evrópuríki til að hætta að kaupa gas af Rússum. En úkraínsk stjórnvöld eru í ákveðinni klemmu hvað þetta varðar. Ef þau loka fyrir gasið þá verða þau af miklum tekjum og það gæti valdið efnahagskreppu í ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður finnst ekki en krafinn um rúmlega 23 milljónir – Tekist á um fasteign við Dalveg í skilnaðardrama

Eiginmaður finnst ekki en krafinn um rúmlega 23 milljónir – Tekist á um fasteign við Dalveg í skilnaðardrama
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona segir frá ósvífnum lyfjasvikum í Hafnarfirði – „Þau voru í sjokki í apótekinu“

Kona segir frá ósvífnum lyfjasvikum í Hafnarfirði – „Þau voru í sjokki í apótekinu“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Veðurfræðingur segir gashættu vegna gossins ýkta – „Mikill ábyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi“

Veðurfræðingur segir gashættu vegna gossins ýkta – „Mikill ábyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi“