fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fréttir

Þorsteinn segir allt nötra heima hjá sér vegna fyllinga á Reykjanesbrautinni – „Þetta er alveg orðið fokking þreytt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 09:00

Mynd af Þorsteini/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er orðið frekar þreytt, þessi gatnagerð á Íslandi og hversu vel göturnar okkar eru að þola bílana,“ segir Þorsteinn Lár Ragnarsson, íbúi í Setberginu í Hafnarfirði, í samtali við DV. Ástæðan fyrir þessari þreytu Þorsteins á götum landsins má rekja til vegkafla í nágrenni við heimili hans í Hafnarfirðinum.

„Málið í mínu tilfelli er það að kaflinn frá N1 í Hafnarfirði og að Kaplakrika, það er svona hringtorg sem kemur þarna hjá Iceland og Pizza Hut,“ segir Þorsteinn í samtali við blaðamann. „Hægri akgreinin grófst niður í vetur, var öll holótt og var að skemma bíla, svo þeir komu núna í byrjun vorsins og settu einhver fyllingarefni til að fylla ofan í holurnar. En með því komu skarpar brúnir, ákveðið þvottabretti, mjög ójafn vegur og þegar stórir bílar keyra yfir þá nötrar allt í hverfinu.“

Þorsteinn segir ástandið á veginum búið að vera svona í marga mánuði. „Konan mín og fleiri í hverfinu, það eru allir að verða vitlausir á þessu. Á síðasta ári vorum við svo mikið vör við þessa jarðskjálfta, byrjuðum að þekkja þá og þetta er nákvæmlega eins. Konan mín er svo hrædd við jarðskjálfta og hún heldur alltaf að það sé að koma jarðskjálfti bara oft á dag,“ segir hann.

„Þetta eru bara skert lífsgæði að þetta sé búið að vera svona í marga mánuði núna. Þeir eru að nota einhver fyllingarefni sem má nota í kulda, sem eru í svona plastpokum, einhver leðja sem þeir setja í holurnar, og þetta gerir þessi þvottabretti. Þarna er náttúrulega bara bein hraðbraut og þegar þessir þungu bílar keyra yfir þetta þá nötrar allt hverfið.“

Þorsteinn útskýrir hvaða áhrif þessi titringur hefur haft á fólkið sem býr á svæðinu. „Ég sjálfur er alveg mjög þolinmóður og svona en þetta er farið að pirra mig, ég er ekki hræddur við jarðskjálfta en ég er búinn að heyra það frá fólki í hverfinu og konunni minni að fólk sé bara komið með kvíða yfir þessu,“ segir hann.

Þá lýsir Þorsteinn því hvernig konan hans vaknar á næturnar við þetta og geti ekki sofnað aftur, það sé ábyggilega eitthvað sem fleiri í hverfinu kannast við. „Þetta er alveg orðið fokking þreytt,“ segir hann.

Hann bendir á að þetta er afar umferðarþung gata og því komi það oft fyrir að stórir bílar keyri yfir þessa bletti á veginum. „Þetta er vegur sem Vegagerðin sér um en hann liggur í gegnum bæinn og bæjaryfirvöld, með hag bæjarbúa að leiðarljósi, þurfa auðvitað líka að stíga inn og krefjast þess að eitthvað sé gert í opinberri stjórnsýslu. Þeir þurfa að passa að þessi gata sem Vegagerðin sér um sé löguð, sé í forgangi vegna skertra lífsgæða.“

Segir að vegkaflinn verði lagaður á næstu vikum

DV ræddi við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, vegna málsins. G. Pétur segir í samtali við blaðamann að Vegagerðin hafi ekki heyrt neitt sérstaklega um neinn hávaða vegna vegkaflans sem um ræðir en að Vegagerðin viti að hann sé ekki í góðu standi. „Hann fór illa út úr vetrinum, er ójafn og svona, þannig það getur skýrt að það sé svona mikill hávaði,“ segir hann og kemur svo með góðar fréttir fyrir Þorstein og aðra íbúa á svæðinu.

„Við erum að fara að laga hann, vonandi bara á næstu þremur vikum. Það verður fyrst fræst, það gæti staðið í einhvern smá tíma, svo verður settur dúkur og því næst verður malbikað yfir. Þá ætti ástandið að verða miklu betra.“

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi – Mynd/Fréttablaðið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hugsa með hrylling til þess ef gæludýr hefði verið um borð í bílunum sem krömdust í Herjólfi

Hugsa með hrylling til þess ef gæludýr hefði verið um borð í bílunum sem krömdust í Herjólfi
Fréttir
Í gær

Tveir tólf ára drengir brenndust á Suðurnesjum eftir að flugeldi var grýtt í þá

Tveir tólf ára drengir brenndust á Suðurnesjum eftir að flugeldi var grýtt í þá
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Perla klessti á bíl í Skeifunni – „Englar í mannsmynd!“

Perla klessti á bíl í Skeifunni – „Englar í mannsmynd!“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Síbrotamaður á Akureyri úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um 22 brot

Síbrotamaður á Akureyri úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um 22 brot