fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Fréttir

Maður vopnaður hamri réðst á konu – Tveir árekstrar af völdum vímaðra ökumanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júní 2022 05:37

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.21 í nótt var tilkynnt um skemmdarverk í Kópavogi. Þar var maður, með hamar í hönd, sagður hafa ráðist að konu og kasta hamrinum í bifreið hennar. Hann var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom. Bifreiðin er töluvert skemmd.

Á sjöunda tímanum í gær varð árekstur tveggja bifreiða í Hlíðahverfi. Enginn slasaðist. Annar ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkustund síðar varð árekstur tveggja bifreiða í Hlíðahverfi. Annar ökumaðurinn fann til eymsla í hnakka eftir höggið. Hinn ökumaðurinn, tjónvaldurinn, var sagður undir áhrifum vímuefna. Hann yfirgaf vettvang þegar hann heyrði að lögreglan væri á leiðinni. Hann var handtekinn síðar og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja/fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Hinn reyndist vera sviptur ökuréttindum og ók um á stolinni bifreið. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Metmánuður hjá PLAY
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðitíðindi frá Tenerife – Drífa Björk og fjölskylda hennar fá jarðneskar leifar Haraldar afhentar

Gleðitíðindi frá Tenerife – Drífa Björk og fjölskylda hennar fá jarðneskar leifar Haraldar afhentar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttar við vinnubrögð MAST eftir tilkynningu um mögulegt dýraníð – Maður dregur dalmatíu-hvolp með valdi

Ósáttar við vinnubrögð MAST eftir tilkynningu um mögulegt dýraníð – Maður dregur dalmatíu-hvolp með valdi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ari og Helga vara fólk við – Stórhættuleg gastegund og hættusvæði við nýja eldgosið

Ari og Helga vara fólk við – Stórhættuleg gastegund og hættusvæði við nýja eldgosið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kertum fleytt til minningar fórnalamba kjarnorkuárása

Kertum fleytt til minningar fórnalamba kjarnorkuárása
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Tveir ferðamenn slösuðust við eldstöðvarnar í nótt – Lögreglan gagnrýnir leiðsögumenn

Tveir ferðamenn slösuðust við eldstöðvarnar í nótt – Lögreglan gagnrýnir leiðsögumenn