fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Nótt Thorberg ráðin forstöðumaður Grænvangs

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2022 13:14

Nótt Thorberg. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nótt  Thorberg hefur verið ráðin forstöðumaður Grænvangs. Nótt er með meistaragráðu í Markaðsfræðum frá Strathclyde Háskóla í Skotlandi, en hefur einnig lokið tveimur CIM diplómum frá Cambridge Marketing College og Háskólanum í Reykjavík ásamt leiðsöguprófi um Ísland. Nótt hefur umfangsmikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, vöruþróun, rekstri og stjórnun. Undanfarin fjögur ár hefur hún starfað hjá Icelandair, fyrst sem forstöðumaður viðskiptahollustu á sölu og markaðssviði og síðar sem forstöðumaður vara og viðskiptahollustu. Á árunum 2012-2018 starfaði hún hjá Marel, fyrst sem markaðsstjóri og síðar sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Þá starfaði hún hjá Samskipum um árabil þar sem hún leiddi söludeild innanlandssviðs og vann að fjölbreyttum verkefnum sem fulltrúi framkvæmdastjórnar og forstöðumaður hagdeildar. Þá var hún formaður Stjórnvísis um nokkurra ára skeið og er meðal stofnenda félagsins Konur í sjávarútvegi.

Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir og hefur verið starfræktur í tæp þrjú ár. Hlutverk Grænvangs er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði, stuðla að framgangi grænna lausna og efla samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs varðandi aðgerðir í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda. Þá vinnur vettvangurinn, í samstarfi við Íslandsstofu, að kynningu á íslensku hugviti og þjónustu sem byggja á íslenskri orkuþekkingu og grænum lausnum.

Sigurður Hannesson, formaður stjórnar Grænvangs: „Nótt kemur til Grænvangs með dýrmæta reynslu sem stjórnandi í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og ég fagna því að Grænvangur fái til liðs við sig manneskju með hennar reynslu og þekkingu. Það eru spennandi tímar í orkumálum á Íslandi og framundan eru áhugaverð og krefjandi verkefni sem munu stuðla að því að við Íslendingar náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftslagsmálum. Þau markmið nást ekki nema allir leggist á eitt; stjórnvöld, atvinnulífið og almenningur. Grænvangur er mikilvægur samstarfsvettvangur sem getur leikið stórt hlutverk í þessari sameiginlegu vegferð.“

„Það er einhugur á meðal stjórnvalda og atvinnulífs um að við náum settum markmiðum um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Þetta er mikil umbreyting en einmitt þar liggja tækifærin. Ef við leyfum okkur að hugsa stórt getur Íslands orðið uppspretta hugvits og grænna lausna til framtíðar sem bæta munu heilsu jarðar en líka stuðla að aukinni hagsæld,“ segir Nótt Thorberg nýráðin forstöðumaður Grænvangs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi