fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fréttir

Ekkert virðist geta bjargað hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn – Sveitarstjórn segir nei takk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 16:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Bláskógarbyggðar hefur hafnað samstarfi við Samhjól, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um áframhaldandi rekstur hjólhýsabyggðar á svæðinu. Mun sveitarstjórn því ekki framlengja samstarfssamning við núverandi rekstraraðila hjólhýsanna, Fýlinn slf, heldur leita til annars aðila um rekstur svæðisins. Þetta kemur fram í fundargerð sem birt er á vefsvæði Bláskógarbyggðar en sveitarstjórnarfundur þar sem málið var tekið fyrir var haldinn þann 22. júní síðastliðinn. Samkvæmt heimildum DV er talið útilokað að sá aðili sem fær yfirráð yfir svæðinu muni heimila þar hjólhýsabyggð.

Á fundinumn var lagt fram erindi Samhjóls ásamt kostnaðaryfirliti yfir lagningu vatnslagnar, fundargerð aðalfundar Samhjóls frá því í febrúar og viljayfirlýsingar félagsmanna. Samhjól lýsti til sig reiðubúið til að standa að framkvæmdum á hjólhýsasvæðinu með það að leiðarljósi að framtíð hjólhýsabyggðarinnar yrði tryggð. Vildi Samhjól ennfremur að samið yrði um rekstur svæðisins til næstu tíu ára.

Sveitarstjórn hafnar tilboðinu og segir orðrétt um það í fundargerð:

„Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki mögulegt að taka því tilboði sem fram kemur í erindi Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, dags. 22. mars 2022, og vísar til fyrri ákvörðunar sveitarstjórnar um að endurnýja ekki leigusamninga. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er bundin almennum grundvallarreglum stjórnsýsluréttar sem gilda um þau tilvik þegar opinber aðili úthlutar takmörkuðum gæðum sem leiða til þess að sveitarfélaginu er nauðsynlegt að auglýsa með opinberum hætti eftir rekstraraðila svæðisins eða leigutaka landsins. Sveitarstjórn telur ekki mögulegt að fara þá leið að gera áframhaldandi samning við Fýlinn slf. sem hefur staðið að rekstri svæðisins undanfarin ár enda leiða engin rök til forgangsréttar þess aðila umfram aðra. Sveitarfélagið getur því ekki tryggt Samhjóli eða núverandi rekstraraðila, umfram aðra, afnot af svæðinu. Ennfremur er ekki vilji sveitarstjórnar að endurskoða fyrri ákvörðun um lokun hjólhýsasvæðisins. Það er afstaða sveitarstjórnar að nauðsynlegt sé að rýma svæðið áður en ákvörðun verði tekin um framtíðar nýtingu þess. Sveitarstjóra er falið að fylgja ákvæðum leigusamninga eftir.“

Þeir sem vilja hjólhýsabyggðina burt frá Laugarvatni hafa meðal annars vísað til eldvarna en hjólhýsaeigendur á svæðinu hafa bent á að þarna hefur ekki orðið eldsvoði og eldvarnir séu síst betri í hjólhúsabyggðinni í Ölfusi sem mun standa áfram í friði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar segir frá „kolvitlausum“ viðbrögðum foreldra sinna – „Hvaða helvítis pakk ert þú að umgangast“

Páll Óskar segir frá „kolvitlausum“ viðbrögðum foreldra sinna – „Hvaða helvítis pakk ert þú að umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sunna Valdís hjálpar milljónum manna

Sunna Valdís hjálpar milljónum manna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður á Sauðárkróki sakaður um hótanir og stafrænt ofbeldi – „Sturtuvídeó varð það víst. Þið vitið hvar það er“

Maður á Sauðárkróki sakaður um hótanir og stafrænt ofbeldi – „Sturtuvídeó varð það víst. Þið vitið hvar það er“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alvarleg hnífstunguárás í miðborginni

Alvarleg hnífstunguárás í miðborginni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Már segir að nú sé að verða tímabært að líta á COVID sem flensu

Már segir að nú sé að verða tímabært að líta á COVID sem flensu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fiskverð sagt komið að sársaukamörkum

Fiskverð sagt komið að sársaukamörkum