fbpx
Sunnudagur 07.ágúst 2022
Fréttir

Zelensky sakar Rússa um óforskömmuðustu hryðjuverkaárás í sögu Evrópu – Átján látnir og 36 enn saknað

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. júní 2022 09:00

Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, glímir við rússneska njósnara í eiginn röðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 18 einstaklingar hafa fundist látnir í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem varð fyrir sprengjuárás í gær. Að minnsta kosti 25 einstaklingar særðust í árásinni en enn er 36 einstaklinga saknað. Hundruðir viðskiptavina voru staddir í verslunarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað.

Úkraínumenn fullyrða að Rússar hafi skotið sprengjuflaug að gerðinni KH-22 á verslunarmiðstöðina en slíkar sprengjur vega um eitt tonn.

Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, sagði að árásin væri óforskammaðasta hryðjuverkaárás í sögu Evrópu. Þá fullyrti hann að Rússar væru að beina spjótum sínum viljandi að óbreyttum borgurum og árásin á verslunarmiðstöðina hafi verið tímasett þannig að hún hafi átt sér stað á háannatíma þar sem tryggt væri að fjölmargir viðskiptavinir væru þar á ferð.

Rústir verslunarmiðstöðvarinnar Mynd/AFP
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Útdauður“ sjúkdómur blossar upp í stórborg – Gæti verið toppurinn á ísjakanum

„Útdauður“ sjúkdómur blossar upp í stórborg – Gæti verið toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Í gær

Yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Pútín noti staðgengil – Segir að þetta komi upp um hann

Yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Pútín noti staðgengil – Segir að þetta komi upp um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari og Helga vara fólk við – Stórhættuleg gastegund og hættusvæði við nýja eldgosið

Ari og Helga vara fólk við – Stórhættuleg gastegund og hættusvæði við nýja eldgosið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að brjóta gegn tveimur konum um verslunarmannahelgina

Sakaður um að brjóta gegn tveimur konum um verslunarmannahelgina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur efnahagur er lamaður

Rússneskur efnahagur er lamaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur gosið vera fimm til tíu sinnum stærra en gosið í fyrra

Telur gosið vera fimm til tíu sinnum stærra en gosið í fyrra