fbpx
Laugardagur 06.ágúst 2022
Fréttir

Voru að skoða hjólaleiðir á Já.is en ráku augun í berrassaða konu

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 11:19

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember 2013 opnaði Já.is nýja þjónustu sem lýsir sér þannig að hægt er að skoða 360 gráðu götumyndir hér á Íslandi. Þjónustunni svipar til þeirrar sem Google hafði boðið upp á víðs vegar um heiminn, Google Street View. Google hafði einmitt opnað fyrir þá þjónustu á Íslandi skömmu áður en Já.is gerði það.

Það að bandaríski tæknirisinn væri kominn hingað til lands breytti því þó ekki að þjónusta Já.is var notuð. Síðan þá hafa götumyndirnar á Já.is verið reglulega uppfærðar en það var til dæmis gert árið 2017.

Árið 2017 náði myndavélabíll Já.is einmitt þeim myndum sem eru efni þessarar fréttar en um er að ræða myndir sem teknar voru á Norðurlandi eystra, vestur af Breiðafjalli.

Birti myndband af konunni á Facebook

Nokkrir vinnufélagar voru nefnilega að nota þjónustu Já.is til þess að skoða hjólaleiðir á svæðinu. Þegar þeir voru að því ráku þeir augun í berrassaða konu sem sat í hnébeygju við vegkantinn, ábyggilega í þeim tilgangi að létta af sér. Á myndunum má einnig sjá húsbíl frá húsbílaleigu og má því gera ráð fyrir að konan hafi verið á ferðalagi um landið.

Einn vinnufélaganna birti myndband af þessum fundi á Facebook-síðu sinni og vakti það töluverða kátínu hjá vinum hans. Í samtali við DV segir maðurinn sem birti myndbandið að þeir félagar hafi rekist á þessa konu þegar þeir voru að skoða leiðir til að hjóla á svæðinu.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

video

Kannast ekki sérstaklega við þetta mál

Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já.is, segir í samtali við DV að hún hafi ekki verið búin að heyra af þessum myndum af konunni. „En það er þannig að á myndunum hjá okkur þá er bæði andlit og bílnúmer blörruð, það er tækni notuð til þess. Ég kannast ekki sérstaklega við þetta mál en þetta eru bara vinnureglur hjá okkur, að blörra andlit og bílnúmer,“ segir hún.

Nokkuð algengt er að fólk finni ýmislegt áhugavert líkt og þetta á sambærilegri þjónustu Google en Vilborg segir þó að það sé ekki raunin hjá þeim. „Ég er ekki með neitt í kollinum sem ég man sérstaklega eftir,“ segir hún.

Eins og fyrr segir fór Já.is af stað með þjónustuna árið 2013 og hafa myndirnar verið uppfærðar reglulega síðan þá. „Síðast þá var keyrt 2019 en við höfum verið að gera það á svona tveggja til þriggja ára fresti. Aðeins mismunandi hvað við tökum stóra hringi, fyrst fórum við svona heildarhring og 2017 tókum við líka stærri myndatöku,“ segir Vilborg.

„Árið 2019 tókum við svo minni myndatöku, þá vorum við að fara á svæði sem eru meira dreifð. Svo erum við aftur núna að fara svona þéttari hring, við erum að taka allt höfuðborgarsvæðið og þessa stærri þéttbýliskjarna en síðan ætlum við að taka léttan hring um landið líka.“

Vilborg segir þjónustuna vera mjög vinsæla og þá sérstaklega leikurinn Flakk sem notast við 360° myndirnar. „Flakk-leikurinn hefur verið rosalega vinsæll, hefur alveg slegið í gegn,“ segir hún en í leiknum lenda spilarar einhvers staðar í götuleitinni og eiga að giska á hvar þeir eru á landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Útdauður“ sjúkdómur blossar upp í stórborg – Gæti verið toppurinn á ísjakanum

„Útdauður“ sjúkdómur blossar upp í stórborg – Gæti verið toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Í gær

Yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Pútín noti staðgengil – Segir að þetta komi upp um hann

Yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Pútín noti staðgengil – Segir að þetta komi upp um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari og Helga vara fólk við – Stórhættuleg gastegund og hættusvæði við nýja eldgosið

Ari og Helga vara fólk við – Stórhættuleg gastegund og hættusvæði við nýja eldgosið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að brjóta gegn tveimur konum um verslunarmannahelgina

Sakaður um að brjóta gegn tveimur konum um verslunarmannahelgina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur efnahagur er lamaður

Rússneskur efnahagur er lamaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur gosið vera fimm til tíu sinnum stærra en gosið í fyrra

Telur gosið vera fimm til tíu sinnum stærra en gosið í fyrra