fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Fréttir

Kolbeinn sér óveðursský á himni – „Allt selst og eftirspurnin er óseðjandi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. júní 2022 14:29

Kolbeinn Marteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli og pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, viðrar í dag áhyggjur sínar í Bakþönkum sem nefnast „Fimmtán ár“ en þar rifjar hann upp að fimmtán ár eru frá árinu 2007 sem oft hefur verið „nefnt sem táknmynd veislunnar sem endaði með hruni.“

Honum finnst sem margt sem er að gerast nú eiga sér hliðstæðu við aðstæður þá.

„Stundum er ágætt að staldra við ef maður finnur ónotatilfinningu ágerast í maganum. Þá getur verið gott að skoða aðstæður í umhverfinu og reyna að skilja hvað er í gangi. Sjálfur tel ég mig hafa séð nokkur óveðursský á himni,“ skrifar Kolbeinn.

Hann bendir til að mynda á að fasteignaverð hefur aldrei verið hærra. „Allt selst og eftirspurnin er óseðjandi. Byggingakranar eru úti um allt höfuðborgarsvæðið, alls staðar er verið að byggja. Fjárfestir sem ég þekki sagði mér að allir í golfklúbbnum hans væru meira og minna að byggja blokkir,“ segir hann. Verðbólga sé farin að valda vandræðum, vextir fari hækkandi og þeir muni hækka enn frekar.

Þá hafi sala á bílum með bílalánum sjaldan verið meiri og olíuverð komið í svipaðar hæðir og árið 2008.

„Reynslan sýnir að þegar olíuverð er svo hátt hefur það slæm áhrif á heimshagkerfið og kreppa fylgir í kjölfarið. Bílastæðin við Leifsstöð eru yfirfull og kreditkortaeyðsla Íslendinga erlendis hefur aldrei verið meiri. Hlutabréfamarkaður hér á landi hefur vaxið gríðarlega eftir ævintýralega ávöxtun þó nú sé farið að hökta. Komur fólks á Vog með kókaínfíkn hafa aldrei verið fleiri. Allt eru þetta kunnuleg stef sem minna á Ísland fyrir 15 árum,“ segir Kolbeinn.

Greinina í heild sinni má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður finnst ekki en krafinn um rúmlega 23 milljónir – Tekist á um fasteign við Dalveg í skilnaðardrama

Eiginmaður finnst ekki en krafinn um rúmlega 23 milljónir – Tekist á um fasteign við Dalveg í skilnaðardrama
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona segir frá ósvífnum lyfjasvikum í Hafnarfirði – „Þau voru í sjokki í apótekinu“

Kona segir frá ósvífnum lyfjasvikum í Hafnarfirði – „Þau voru í sjokki í apótekinu“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Veðurfræðingur segir gashættu vegna gossins ýkta – „Mikill ábyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi“

Veðurfræðingur segir gashættu vegna gossins ýkta – „Mikill ábyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi“