fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Umsátur í Miðvangi: DV ræðir við íbúa í blokkinni – „Þetta er skrýtin tilfinning, þetta er ekki gott“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 10:42

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsátur sérsveitar lögreglunnar í Hafnarfirði á sér stað fyrir utan fjölbýlishús sem er á bak við verslun Nettó og ber sama húsnúmer. Talið er að íbúi í húsinu hafi skotið á bíl fyrir utan. Samningaviðræður lögreglumanna við manninn standa nú yfir.

Að sögn íbúa sem DV náði tali af eru minnst fjórir sérsveitarbílar fyrir utan húsið. Íbúinn, sem er kona, segist hafa sofið af sér skothvellina en samkvæmt upplýsingum sem hún fékk skaut maðurinn annaðhvort út um glugga íbúðar sinnar eða af svölum hennar. Konan segist hafa sofið af sér skothvellina en þegar hún fór út úr húsi og ætlaði til vinnu tóku lögreglumenn á móti henni og báðu hana um að vera innandyra.

Konan getur lítið fylgst með aðgerðum lögreglu úr íbúð sinni. „Mér finnst óþægilegt að fara út svo ég held mig bara inni,“ segir konan. Aðspurð hvort hún upplifi sig örugga segir hún: „Nei, þetta er skrýtin tilfinning, þetta er ekki gott. Ég er dálítið taugaóstyrk út af þessu og það er skrýtið að vita af byssum hérna.“

Konan segir hins vegar að lögreglumennirnir hafi verið mjög vingjarnlegir og kurteisir og það sé óneitanlega hughreystandi að vita af þeim og að þeir séu vopnaðir. „Ég veit að þeir eru með stjórn á ástandinu en það er óþægilegt að vita af því að hér hafi einhver verið að skjóta af byssu út úr íbúðinni sinni. En lögreglumennirnir hafa verið vingjarnlegir og fagmannlegir.“

„Ég horfði niður á næstu hæð og sá að þar voru lögreglumenn með byssur og voru í viðbragðsstöðu,“ segir konan ennfremur.

Hún segir að ekki sé um neitt annað að ræða fyrir sig en halda kyrru fyrir á heimili sínu og bíða þess að umsátrinu ljúki.

DV ræddi annan íbúa, eldri mann, sem sagðist hafa komist að heiman í morgun, um hálfníuleytið, en þá voru lögreglumenn fyrir utan húsið. Hann kemst hins vegar ekki heim til sín aftur og heldur nú til í vesturbæ Hafnarfjarðar þar til málið leysist. Hann segir að nágranni hans hafi hætt við að fara með eiginkonu sína til læknis í morgun og halda þau kyrru fyrir í íbúð sinni. Hvorugur þessara manna heyrði skothvelli í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband