fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fréttir

Útilokar ekki dauðadóm yfir bandarískum hermönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 07:00

Dmitry Peskov. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamennirnir Alexander Drueke og Andy Huynh eru í haldi Rússa en þeir börðust með Úkraínumönnum gegn Rússum í stríðinu í Úkraínu. Ekki er útilokað að þeir verði dæmdir til dauða fyrir þátttöku sína í stríðinu.

Þetta sagði Dmitrij Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns forseta, í samtali við bandarísku NBC sjónvarpsstöðina í gærkvöldi. „Rússland getur ekki ábyrgst að bandarískir hermenn, teknir til fanga af Rússum í Úkraínu, sleppi við dauðarefsingu,“ sagði hann.

Þetta er í fyrsta sinn sem rússnesk yfirvöld tjá sig um mál Drueke og Huynh.

NBC segir að þeir hafi áður verið liðsmenn bandaríska hersins en hafi haldið til Úkraínu til að berjast með úkraínska hernum.

Þegar Peskov var spurður hvort Drueke og Huynh muni fá sama dóm og tveir Bretar og einn Marokkómaður, sem voru nýlega dæmdir til dauða í Donetsk, sagðist hann ekki geta sagt til um það. Niðurstaðan velti á rannsókn málsins.

Bretarnir og Marokkómaðurinn voru fundnir sekir um að vera málaliðar sem börðust gegn yfirvöldum í Donetsk sem hefur lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu.

Bandarísk stjórnvöld staðfestu á laugardaginn að þau hefuð séð ljósmyndir og upptökur af tveimur bandarískum ríkisborgurum sem „voru að sögn handteknir af rússneska hernum í Úkraínu“. Segjast stjórnvöld fylgjast vel með málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fordæma netárás og hótanir í garð Fréttablaðsins – „Alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn íslensks fjölmiðils“

Fordæma netárás og hótanir í garð Fréttablaðsins – „Alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn íslensks fjölmiðils“
Fréttir
Í gær

Þriðja bílaapótekið

Þriðja bílaapótekið
Fréttir
Í gær

Brotist inn í lúxusvöruverslunina Attikk í morgun – MYNDIR

Brotist inn í lúxusvöruverslunina Attikk í morgun – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Íslenskur karlmaður úr lífshættu eftir líkamsárás í Álaborg

Íslenskur karlmaður úr lífshættu eftir líkamsárás í Álaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

234 þúsund brottfarir erlendra farþega í júlí

234 þúsund brottfarir erlendra farþega í júlí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjósundmaður fannst látinn

Sjósundmaður fannst látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir að Gabríel sé með sig á heilanum – „Aumkunarverður maður það skásta sem ég get sagt“

Sólveig Anna segir að Gabríel sé með sig á heilanum – „Aumkunarverður maður það skásta sem ég get sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur hefur áhyggjur – „Ég held að Þýskaland sé í vanda“

Sérfræðingur hefur áhyggjur – „Ég held að Þýskaland sé í vanda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náttúrufræðistofnun á móti því að Garðbæingar stingi á egg máva – Sýna þurfi lífsbaráttu villtra dýra skilning

Náttúrufræðistofnun á móti því að Garðbæingar stingi á egg máva – Sýna þurfi lífsbaráttu villtra dýra skilning