fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Fréttir

Söfnun: Alexandra Eldey lést úr bráðri heilahimnubólgu á Spáni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. júní 2022 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Eldey, sem var aðeins 20 mánaða gömul, lést úr bráðri heilahimnubólgu laugardaginn 18. júní, í Madrid á Spáni.

Fréttablaðið greinir frá þessu og einnig frá söfnun sem hafin er til styrktar fjölskyldu Alexöndru Eldeyjar. Fjölskyldan hefur einnig veitt DV leyfi til að greina frá söfnuninni.

Veikindi Alexöndru Eldeyjar gerðu vart við sig í fluginu rétt fyrir komu fjölskyldunnar til Madrid miðvikudagskvöldið 15. júní. Farið var með hana beint eftir flugið á sjúkrahús. Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að allt hafi verið gert af hálfu starfsfólks sjúkrahússins til að bjarga lífi stúlkunnar.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á eftirfarandi reikning hjá Íslandsbanka:  Kt. 020190-3029 0537-14-104955

Í Facebook-færslu sem Edda Sveinsdóttir, móðursystir stúlkunnar, birti, segir:

Kæra fjölskylda og vinir

Elskuleg Alexandra Eldey dóttir Birgittu systur minnar og Finnboga Darra lést af völdum bráðrar heilahimnubólgu á sjúkrahúsi í Madrid að morgni laugardags þann 18. júní.

Alexandra Eldey, sem var rétt rúmlega eins og hálfs árs, veiktist í fluginu rétt fyrir komuna til Madrid að kvöldi 15. júní. Fóru foreldrarnir strax með hana á sjúkrahús þar sem henni var vel sinnt, teknar ýmsar prufur og gerðar rannsóknir. Hún fékk lyf og fór að hressast og var því á batavegi þegar þau fengum að fara heim með hana undir morgun. Að kvöldi næsta dags veiktist hún mjög hratt og fóru þau strax á sjúkrahúsið aftur, þaðan var hún flutt á háskólasjúkrahúsið í Madrid sem var betur til þess fallið að sinna hennar veikindum. Þau fengu strax góðar og faglegar móttökur þar sem þeim var vel sinnt. Læknar og hjúkrunarfólk gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Alexöndru og er fjölskyldan þakklát fyrir alla þá umönnun sem litlu frænku minni og foreldrum hennar var veitt.

Mjög margir hafa haft samband og vilja leggja þeim lið. Því höfum við stofnað styrktarreikning til minningar um Alexöndru Eldey Finnbogadóttur til að létta þeim róðurinn í því sem framundan er.

Reikningsupplýsingar:

Kt. 020190-3029

0537-14-104955

Greiðsluupplýsingar fyrir þá sem eru búsettir erlendis og vilja styrkja fjölskylduna:

IBAN:IS800537141049550201903029

Swift: GLITISRE

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðrún Aspelund ráðin sóttvarnalæknir

Guðrún Aspelund ráðin sóttvarnalæknir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki dauðadóm yfir bandarískum hermönnum

Útilokar ekki dauðadóm yfir bandarískum hermönnum
Fréttir
Í gær

Eva kemur Arnari til varnar og gagnrýnir lögmannastéttina – „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega“

Eva kemur Arnari til varnar og gagnrýnir lögmannastéttina – „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega“
Fréttir
Í gær

Björn Þorláks fær 7 milljónir frá íslenska ríkinu

Björn Þorláks fær 7 milljónir frá íslenska ríkinu
Fréttir
Í gær

Segir þetta geta verið næsta skref Pútíns

Segir þetta geta verið næsta skref Pútíns
Fréttir
Í gær

„Við stöndum frammi fyrir helvíti á jörðu“

„Við stöndum frammi fyrir helvíti á jörðu“