fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Kattastríðið á Seltjarnarnesi: Hvað lög gætu hjónin í Bakkavör verið að brjóta?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roskin hjón sem búa í götunni Bakkavör á Seltjarnarnesi hafa verið mikið í fréttum undanfarið. Í andstöðu sinni við lausagöngu katta og til verndunar fuglalífi hafa þau margoft verið staðinn að því að læsa heimilisketti inni í bílskúr hjá sér og neita að láta þá aftur af hendi án aðkomu lögreglu. Einnig eru þau sterklega grunuð um að hafa farið með heimiliskött úr úr hverfinu og skilið hann eftir á víðavangi í Norðlingaholti, auk þess að fjarlægja hálsól af kettinum áður en honum var sleppt lausum.

Sjá einnig: Nýjar vendingar í Kattastríðinu í Bakkavör – Lögregla frelsaði köttinn

Hjónin hafa verið kærð til lögreglu og MAST vegna þessarar háttsemi. Spurningin er hins vegar sú hvaða lög hjónin eru hugsanlega að brjóta og hvaða viðurlög liggi við þeim brotum. Lögfræðingar skiptast á vangaveltum um þetta í Facebook-hópnum Lögfræðinördar. Þar eru helst leiddar líkur að því að hér er sé um að ræða brot á b- og g-lið 1. málsgreinar laga um velferð dýra. B-liðurinn kveður á um að bannað sé að yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi. Í g-lið segir:  „misbjóða dýrum á annan sambærilegan hátt.“

45. grein laganna, c-liður, kveður síðan á um að það varði sektum eða fangelsi allt að einu ári ef brotið er gegn áðurnefndum ákværðum.

B-liður 15. greinar virðist sérstaklega eiga við um það tiltæki að fara með köttinn úr hverfinu og skilja hann eftir á víðavangi en hin málsgreinin er almennt orðuð, þ .e. að misbjóða dýrum. Spurning er hvort það að læsa óviðkomandi kött inni í bílskúr sínum falli undir það ákvæði.

Ennfremur má benda á 259. grein almennra hegningarlaga sem hljóðar svo:

„Hver, sem aftrar öðrum manni að neyta réttar síns til umráða yfir hlut, sem hann hefur í vörslum sínum, eða til þess að halda honum, skal sæta sektum …  eða fangelsi allt að 6 mánuðum.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“