fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Grunaður morðingi í Barðavogi áður dæmdur fyrir ofbeldi gegn barni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 14:27

Magnús Aron Magnússon leiddur burt af lögreglu frá mótmælafundi á Austurvelli árið 2019. Mynd úr Fréttablaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Aron Magnússon, sem grunaður er um að hafa orðið nágranna sínum, Gylfa Bergmann Heimissyni, að bana í hrottalegri líkamsárás þann 4. júní síðastliðinn, hefur fengið dóm fyrir ofbeldi. Árið 2020 var hann sakfelldur fyrir ofbeldi og brot á barnaverndarlögum er hann veittist að ungum dreng.

Mbl.is greinir frá þessu.

Ofbeldið gegn barninu átti sér stað í október árið 2019 en þá var Magnús Aron tæplega 18 ára. Árásin er sögð hafa verið algjörlega tilefnislaus.

Nágrannar Magnúsar, sem DV hefur rætt við, hafa lýst honum sem tifandi tímasprengju, hafa talið að hann ætti fremur að búa í sérstöku úrræði en ekki almennu íbúahverfi. Skömmu fyrir voveiflegt lát Gylfa var lögregla tvisvar kölluð að húsinu í Barðavogi vegna meintrar ógnandi framkomu Magnúsar við aðra íbúa í húsinu.

Magnús hefur ratað í fréttir fyrir ofbeldi gegn hundum í Langholtshverfi og árið 2019 var hann handtekinn vegna ofbeldisfullrar hegðunar í garð mótmælenda á Austurvelli sem þá lýstu stuðningi við flóttamenn.

Í frétt Mbl.is kemur fram að líklegt er að Magnús sitji í gæsluvarðhaldi þar til málið gegn honum, vegna andláts Gylfa heitins, verður dómtekið. Rannsókn er sögð vera í fullum gangi og henni miði vel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”