fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fréttir

Sýknaður af ákæru um nauðgun – Áverkar eftir endaþarmsmök

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. júní 2022 11:45

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað mann af ákæru um nauðgun en hann var sakaður um að hafa haft endaþarmsmök við konu gegn vilja hennar eftir að þau höfðu áður haft önnur kynferðismök að vilja hennar. Atvikið átti sér stað snemma í september árið 2021.

Konan hlaut rifu í endaþarmi og þreifieymsli aftan á hálsi.

Maðurinn neitaði því að endaþarmsmökin hefðu verið gegn vilja konunnar og kannaðist ekki við að þau hefðu verið harkaleg eins og læknisvottorð gefur þó til kynna, en konan leitaði til neyðarmóttöku strax daginn eftir og fór í læknisskoðun. Maðurinn vildi meina að allar samfarirnar hefðu verið með vilja beggja en konan lýsti því að hann hefði beitt hana valdi við harkaleg endaþarmsmök.

Konan lýsti fyrir dómi þeim áhrifum sem atvikið hefði haft á líf sitt. Hún komi frá brotnu heimili þar sem hún hafi orðið fyrir ofbeldi. Öllu hafi verið kippt undan henni við þennan atburð sem hún hafi ekki getað stöðvað. Hún sagðist ekki hafa getað mætt til vinnu eftir atburðinn né sinnt háskólanámi sem hún var í samhliða vinnu. Hún hafi ítrekað fengið martraðir um hinn ákærða og hrokkið upp í svitakófi. Eftirköst atburðarins hefðu bitnað á uppeldi hennar á dætrum hennar og hún hafi verið með þráhyggju varðandi það að svala- og útidyrahurðir væru læstar, auk þess að læsa bílhurðum ef einhver kom snögglega út. Hún sagðist hins vegar vera orðin aðeins sterkari í dag en hefði ekki snúið aftur til vinnu.

Þrátt fyrir áverkana þótti héraðsdómara ekki fullsannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Þar spilaði inn í að dómurinn taldi framburð konunnar var óskýran en hún var mjög drukkinn þessa nótt. Framburður mannsins var hins vegar skýr og stöðugur.

Var maðurinn því sýknaður af ákæru um nauðgun og kröfum konunnar um miskabætur var vísað frá dómi.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í Dalshrauni

Eldur í Dalshrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar