fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Segir þetta geta verið næsta skref Pútíns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 06:06

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikhail Khodorkovskij var ríkasti olígarki Rússlands en hann var eigandi og forstjóri olíufélagsins Yukos. Hann tengdist Vladímír Pútín, forseta, nánum böndum en allt tók þetta enda eftir að Khodorkovskij byrjaði að láta heyra í sér árið 2003 um spillinguna í Rússlandi og fór að gagnrýna ráðamenn.

Hann var handtekinn í kjölfarið og afplánaði tíu ára fangelsisdóm fyrir það sem mannréttindasamtök segja vera refsingu fyrir að gagnrýna rússneska ráðamenn.

Hann er nú í útlegð í Lundúnum og er einn þekktasti og mest áberandi landflótta andstæðingur Pútíns. Hann hefur margoft gagnrýnt innrásina í Úkraínu harkalega og í nýju viðtali við Financial Times varar hann Vesturlönd við næsta leik Pútíns.

Hann gagnrýnir Vesturlönd í viðtalinu og segir að þau átti sig ekki á hvað sé undir í stríðinu í Úkraínu og að það geti haft alvarlegar afleiðingar: „Ef við getum ekki sigrast á þessari pest í Úkraínu mun hún breiðast út til fleiri svæða. Ef Pútín sigrar í stríðinu í Úkraínu mun hann hefja stríð gegn NATÓ vegna vandræða heima fyrir.“

Hann sagðist ekki í neinum vafa um að stríð á milli Rússlands og NATÓ muni enda með algjörum ósigri Rússa. „Ef ekki væri fyrir öll fórnarlömbin þá myndi ég hafa sagt að ég væri mjög sáttur. Pútín hefur lagt upp í vegferð sem mun verða honum að bana. En sigurinn í Úkraínu veltur á Vesturlöndum,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga