fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fréttir

Þórir segir gagnkynhneigðum að gæta sín – Eru að verða sér til skammar enn einu sinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 08:59

Þórir Stephensen og Agnes M. Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur, ritar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni „Áríðandi orðsending – gagnkynhneigðir gætið ykkar“. Hann beinir orðum sínum til gagnkynhneigðra hér á landi og segir að fréttir hafi borist af því að þeir séu enn einu sinni að verða sér til skammar með því að úthrópa og níða samkynhneigð systkini sín.

„Systkini segi ég, af því að í dag vita allir sem vilja þekkja sannleikann í þessum málum, að samkynhneigð er meðfædd. Þar með er hún sköpun Guðs og hún á öll sama rétt,“ segir hann og bætir við að fólk geti ekki kallað sig jafnréttissinna nema þetta fylgi með. Það sé stór hluti af lífshamingjunni að elska og elskast.

„Samkynhneigðum er meðfætt að elskast með öðrum hætti en við gagnkynhneigðir gerum. Í því liggur hin úrelta hneykslun. En raunverulega eru þetta nánast tvær hliðar á sama peningi og báðar eru þær sömu ættar og því jafngildar,“ segir Þórir.

Hann víkur síðan að ungu fólki sem er að uppgötva samkynhneigð sína og segir að það eigi margt í erfiðleikum vegna samfélagsins og jafnvel vegna fjölskyldu sinnar. „Á þessu tímaskeiði er það oft veikt fyrir andlega séð og þolir þá illa hið heimskulega aðkast sem það verður fyrir og þá illgirni, sem oft fylgir og kemur jafnvel fram sem hrottaskapur. Þetta hefur leitt til sjálfsvíga og bylgjan sem nú gengur yfir ber slíka hættu í sér. Það er ótrúlegt, en þeir sem níðast nú á þeim samkynhneigðu leggjast svo lágt að „gelta“ að þeim,“ segir hann.

„Hver vill verða þess valdandi að ung manneskja taki líf sitt? Vonandi enginn. En hættan er mikil í dag og því bið ég allar fjölskyldur að taka þetta mál allt til umræðu við matarborðið nú á næstunni, benda á jafnan rétt okkar allra í ástamálum sem öðrum og leggja sérstaka áherslu á, hvað við gagnkynhneigt fólk, sem erum í stórum meirihluta, þurfum að gæta okkar á því að særa engan í þessari umræðu, þau sár gætu kostað mannslíf. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Króli skiptir um lið
Fréttir
Í gær

Áframhaldandi flugvandræði yfirvofandi – „Þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart“

Áframhaldandi flugvandræði yfirvofandi – „Þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann