fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hversu margir rússneskir hermenn hafa fallið í stríðinu? Ný samantekt sýnir aðra tölu en Pútín vill viðurkenna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 05:47

Lík rússneskra hermanna sem féllu í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf að fara aftur til fyrstu dagana í mars til að finna opinberar upplýsingar um mannfall Rússa í stríðinu í Úkraínu. Erfitt er að fá svar við hversu margir rússneskir hermenn hafa fallið í stríðinu en á síðustu dögum hafa margir virtir alþjóðlegir fjölmiðlar reynt að finna út úr hversu margir rússneskir hermenn hafa fallið frá upphafi stríðsins.

Rússar hafa aðeins birt tölur um mannfall sitt tvisvar. Úkraínumenn skýra daglega frá mannfalli rússneska hersins en þeim tölum verður að taka með fyrirvara.

Útibúi BBC í Rússlandi hefur tekist að staðfesta mun meira mannfall en það sem Vladímír Pútín, forseti, og stjórn hans hafa viljað viðurkenna fram að þessu.

BBC hefur tekið saman lista með nöfnum 3.052 rússneskra hermanna sem miðillinn segir að hafi fallið í stríðinu. Listinn byggir á opinberum heimildum, til dæmis umfjöllun í dagblöðum og samfélagsmiðlum auk viðtala við ættingja sumra hinna föllnu hermanna.

BBC segir að tala látinna sé líklega mun hærri en þetta og byggir það á skoðun á 11 kirkjugörðum víða um Rússland. Þar töldu fréttamenn fjölda nýrra grafa fyrir hermenn og báru nöfn þeirra saman við lista sem hafa verið birtir opinberlega. Í kirkjugarði í Uljanovsk fundu þeir 42 grafir hermanna sem létust eftir að innrásin hófst þann 24. febrúar. Engar opinberar upplýsingar var að finna um helming þessarar hermanna. Einnig er rétt að hafa í huga að því fer víðsfjarri að öll lík rússneskra hermanna hafi verið flutt heim frá Úkraínu.

Óháði rússneski miðillinn iStories, sem sinnir rannsóknarblaðamennsku, hefur farið yfir öll opinber gögn varðandi mannfall Rússa og komist að svipaðri niðurstöðu og BBC eða 3.043. Miðillinn segir að mannfallið sé líklega mun meira en það.

Úkraínumenn segjast hafa fellt rúmlega 30.000 rússneska hermenn en vestrænar leyniþjónustustofnanir telja það vera ofmat. Breskar leyniþjónustustofnanir sögðust nýlega telja að um 15.000 Rússar hafi fallið í stríðinu. Það er svipaður fjöldi og féll í níu ára löngu stríði Rússa í Afganistan á áttunda og níunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips