fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
Fréttir

Biden vildi ekki verða við ósk Úkraínumanna – Rússar sögðu það skynsamlegt – Síðan skipti Biden um skoðun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 07:02

Joe Biden skipti um skoðun. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði á mánudaginn að Bandaríkin muni ekki senda Úkraínu langdræg flugskeytakerfi, það er að segja flugskeytakerfi sem geta dregið alla leið til Rússlands. Úkraínumenn hafa beðið um slík vopn svo hægt sé að svara árásum sem eru gerðar úr mikilli fjarlægð.

Úkraínska ríkisstjórnin hefur sagt að bráð þörf sé fyrir langdræg vopn til að mæta þeim vopnum sem Rússar hafa yfir að ráða. Úkraínustjórn hefur beðið Bandaríkin um færanleg flugskeytakerfi sem geta skotið fjölda flugskeyta samtímis allt að 300 kílómetra.

Með slíkum vopnakerfum gætu Úkraínumenn skotið á skotmörk í Rússlandi af mikilli nákvæmni. Ekki liggur þó fyrir hvort það sé það sem Úkraínumenn höfðu í huga.

Biden og ríkisstjórn hans vinna nú að gerð nýs hjálparpakka með hergögnum handa Úkraínu og er reiknað með að hann verði kynntur á næstu dögum. Bandaríkin hafa nú þegar sent Úkraínu hergögn fyrir milljarða dollara.

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði um síðustu helgi að flugskeytakerfi af gerðinni M270 MLRS væri „virkilega sú tegund vopna sem við höfum þörf fyrir“. Hann bað vestræna bandamenn Úkraínu um fleiri þungavopn.

Dmitrij Medvedev, formaður öryggisráðs rússnesku ríkisstjórnarinnar og fyrrum forseti, sagði að sögn Tass að ákvörðun Biden um að senda Úkraínumönnum ekki langdræg flugskeyti vera „skynsamlega“. „Ef ráðist væri á rússneska bæi myndi rússneski herinn bregðast við og ráðast á þá staði þar sem svo glæpsamlegar ákvarðanir eru teknar. Sumir þeirra eru svo sannarlega ekki í Kyiv. Þetta þarfnast engra frekari skýringa,“ sagði hann að sögn Tass.

Skipti um skoðun

Í gær bárust fregnir af því að Biden hafi skipt um skoðun og nú fái Úkraínumenn Himars-flugskeyti á næstu dögum. Þessi flugskeyti eru til í mörgum útgáfum en sú sem verður send til Úkraínu er „skammdræg“ en dregur þó allt að 80 kílómetra. Það er mun lengra drægi en í þeim flugskeytakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum til þessa.

Joe Biden staðfesti í lesandabréfi í The New York Times að hann hefði skipt um skoðun og að Úkraínumenn fái þróuð flugskeytakerfi og skotfæri sem geri þeim kleift að hæfa skotmörk af meiri nákvæmni.

The Washington Post segir að stefnubreytinguna megi rekja til loforða Úkraínumanna um að þeir muni ekki skjóta flugskeytunum inn í Rússland. Það var skilyrði af hálfu Bandaríkjamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona
Fréttir
Í gær

Eldur í Dalshrauni

Eldur í Dalshrauni
Fréttir
Í gær

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar manns

Lögreglan leitar manns